Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 12:00 Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Í úrvalsliði nóvembermánaðar úr Olís deild karla voru í markinu Ágúst Elí Björgvinsson úr FH, vinstri hornamaður var Haukamaðurinn Hákon Daði Styrmisson og liðsfélagi hans Atli Már Báruson var úti í vinstri skyttu, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson stjórnaði spilinu, Einar Rafn Eiðsson úr FH var hægri skytta, Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson í hægra horninu og inni á línunni var Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stýrir þessu stjörnu prýdda liði, en Grótta fór loksins að vinna leiki í mánuðinum og enduðu hann á því að vinna Val á útivelli.Úr Olís deild kvenna var úrvalsliðið þannig skipað að Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr Haukum stóð vaktina í markinu, Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir á línunni, Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram var í vinstri skyttu, Ester Óskarsdóttir úr ÍBV í leikstjórnendastöðunni á miðjunni, Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir úti hægra meginn, Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni var í vinstra horninu og í hinu horninu Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Þjálfari liðsins var Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, en Valur hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.Lesendur Vísis fengu að ráða því hverjir fengu nafnbótina leikmaður mánaðarins. Tilnefndir voru að þessu sinni Haukur Þrastarsson, Einar Rafn Eiðsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Selfyssingurinn Haukur fékk yfirburða kosningu, 44 prósent atkvæða, og var því útnefndur leikmaður mánaðarins. Árni Bragi kom honum næst með 26 prósent og FH-ingarnir skiptu með sér restinni af atkvæðunum.Það var einnig í höndum lesenda Vísis að ákveða hver var best í Olís deild kvenna. Þar voru Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Andrea Jacobsen og Ester Óskarsdóttir. Framarinn Ragnheiður var ekki með alveg jafn mikla yfirburði og Haukur, en vann samt nokkuð örugglega með þriðjung atkvæðanna. Hinar þrjár skiptu restinni af atkvæðunum bróðurlega á milli sín, Andrea með 21 prósent, Ester 22 og Díana Dögg 24 prósent atkvæða.Með í kosningunni á Vísi voru tilþrif mánaðarins. Af þeim fimm tilþrifum sem tilnefnd voru vann Leonharð Þorgeir Harðarson úr Haukum fyrir frábært mark sem hann skoraði gegn Val, þrumuskot beint upp í samskeitin.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira