Óþefur frá moltugerði að angra Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Moltugerði Gámaþjónustunnar er vestan við Stórhöfða, rúma tvo kílómetra suður af Vallahverfi þaðan sem kvartanir berast. Vísir/Eyþór „Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent