Lífið

Ástralir ætla sér stóra hluti í Eurovision í vor

Birgir Olgeirsson skrifar
Jessica Mauboy.
Jessica Mauboy. Vísir/Getty
Ástralar ætlar sér stóra hluti í Eurovision í Portúgal næstkomandi vor. Þeir hafa valið poppstjörnuna Jessicu Mauboy til að vera fulltrúi þjóðarinnar í Lissabon í maí en þessi 28 ára gamla söngkona er heimsþekkt fyrir tónlist sína.

Hún var fyrsti innfæddi Ástralinn til að ná lagi í fyrsta sæti á vinsældarlista þar í landi en hún komst í sviðsljósið þegar hún hafnaði í öðru sæti í raunveruleikaþættinum Australian Idol árið 2006.

Hún hefur selt 3,4 milljónir platna um heim allan, en lögum hennar hefur verið streymt um 158 milljón sinnum á streymisveitum.

Ástralía hefur verið þátttakandi í Eurovision frá árinu 2015. Keppnin hefur verið sýnd þar í landi í 30 ár og nýtur mikilla vinsælda. Horfa að jafnaði þrjár milljónir Ástrala á keppnina.

Þeir höfnuðu í fimmta sæti árið 2015, öðru sæti árið 2016 og í níunda sæti í fyrra.


Tengdar fréttir

Sobral kominn með nýtt hjarta

"Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.