Áhorfendur The Last Jedi voru sjáanlega slegnir að sýningu lokinni Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 21:04 Leikarahópur The Last Jedi á sviði í Shrine Auditorium í Los Angeles í gær. Um það bil sex þúsund manns sáu áttundu Stjörnustríðsmyndina, The Last Jedi, í Shrine-samkomuhúsinu í Los Angeles í gærkvöldi og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Þið eruð þau fyrstu til að sjá myndina,“ hrópaði leikstjóri myndarinnar, Rian Johnson, yfir salinn. Þegar hann spurði hvort áhorfendur væru tilbúnir að horfa á myndina mátti heyra gífurleg fagnaðarlæti.Viðburðinum eru gerð góð skil á vef Mashable en þar segir að áhorfendur hafi verið sjáanlega slegnir eftir áhorfið, myndin hafi verið svo frábær.Mark Hamill var afar glaður á frumsýningunni í gær.Vísir/GettyGagnrýnendur mega ekki birta umsagnir um myndina fyrr en á þriðjudag en sumir þeirra hafa deilt þeirra fyrstu viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Anthony Brenican, sem starfar hjá Entertainment Weekly, segir Carrie Fisher, í hlutverki Leiu prinsessu, frábæra og sömuleiðis Mark Hamill, í hlutverki Loga Geimgengils. Ryan Parker, hjá Hollywood Reporter, segir myndina undraverða og segir Erik Davis, kvikmyndarýnir á vefnum Fandango, að myndin sé algerlega stórkostleg, grípandi, hjartnæma, fyndna og áhrifaríka. Myndin er framhald af sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, og segir frá ævintýrum stormsveitarmannsins fyrrverandi Finn sem hvar frá villu síns vegar í fyrri The Force Awakens, Rey sem er í þjálfun hjá Loga Geimgengli, og illmenninu óstöðuga Kylo Ren. Gagnrýnandi Los Angeles Times, Jen Yamato, segir myndina vera frábæra, fyndna og koma á óvart en Scott Mantz hjá Access Hollywood var fremur varfærinn í sinni umsögn þegar hann sagði myndina „of langa“ og sérstaklega langdregna um miðbik hennar. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Um það bil sex þúsund manns sáu áttundu Stjörnustríðsmyndina, The Last Jedi, í Shrine-samkomuhúsinu í Los Angeles í gærkvöldi og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Þið eruð þau fyrstu til að sjá myndina,“ hrópaði leikstjóri myndarinnar, Rian Johnson, yfir salinn. Þegar hann spurði hvort áhorfendur væru tilbúnir að horfa á myndina mátti heyra gífurleg fagnaðarlæti.Viðburðinum eru gerð góð skil á vef Mashable en þar segir að áhorfendur hafi verið sjáanlega slegnir eftir áhorfið, myndin hafi verið svo frábær.Mark Hamill var afar glaður á frumsýningunni í gær.Vísir/GettyGagnrýnendur mega ekki birta umsagnir um myndina fyrr en á þriðjudag en sumir þeirra hafa deilt þeirra fyrstu viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Anthony Brenican, sem starfar hjá Entertainment Weekly, segir Carrie Fisher, í hlutverki Leiu prinsessu, frábæra og sömuleiðis Mark Hamill, í hlutverki Loga Geimgengils. Ryan Parker, hjá Hollywood Reporter, segir myndina undraverða og segir Erik Davis, kvikmyndarýnir á vefnum Fandango, að myndin sé algerlega stórkostleg, grípandi, hjartnæma, fyndna og áhrifaríka. Myndin er framhald af sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, og segir frá ævintýrum stormsveitarmannsins fyrrverandi Finn sem hvar frá villu síns vegar í fyrri The Force Awakens, Rey sem er í þjálfun hjá Loga Geimgengli, og illmenninu óstöðuga Kylo Ren. Gagnrýnandi Los Angeles Times, Jen Yamato, segir myndina vera frábæra, fyndna og koma á óvart en Scott Mantz hjá Access Hollywood var fremur varfærinn í sinni umsögn þegar hann sagði myndina „of langa“ og sérstaklega langdregna um miðbik hennar.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00