„Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 19:30 Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan: MeToo Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan:
MeToo Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira