Lífið ákvað að kíkja í myndaalbúm Meghan og kynnast þessari næstum því konunglegu konu örlítið meira.

Níundi áratugurinn
Meghan er fædd þann 4. ágúst árið 1981 í Los Angeles. Hún gekk í Immaculate Heart grunnskólann í Los Angeles sem er einkarekinn, kaþólskur stúlknaskóli.Meðfylgjandi mynd er tekin þegar hún gekk í Immaculate Heart.

Árið 1998
Markle var krýnd heimkomudrottning þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Hún klæddist bláum, hlýralausum kjól við krýninguna og fór á ballið með strák úr St. Francis grunnskólanum, rétt hjá Immaculate Heart.Eftir útskrift úr Immaculate Heart stundaði hún nám við Northwestern University School of Communication í Illinois. Þar nældi hún sér meðal annars í BA gráðu í leiklist.

Árin 2002 til 2007
Ári áður en hún útskrifaðist úr Northwestern-háskólanum, árið 2002, landaði Meghan litlu hlutverki í sápuóperunni General Hospital. Næstu árin fékk hún lítil hlutverk í þáttum á borð við Century City, The War at Home og CSI: NY. Þá var hún einnig svokölluð skjalatöskustelpa í skemmtiþættinum Deal or No Deal.
Árið 2011
Meghan gekk að eiga leikarann Trevor Engelson í september árið 2011 eftir sjö ára samband. Hjónabandið entist ekki lengi og skildu þau eftir tæplega tveggja ára hjónaband.
Það er hins vegar óvíst hvort Meghan snúi aftur í leiklistarbransann eftir að hún gengur í það heilaga með Harry prins, aðdáendum hennar til mikillar mæðu.

2014
Hér er mynd af Meghan að halda ræðu á jafnréttisráðstefnu í Dublin á vegum samtakanna One Young World. Meghan hefur einnig beitt sér mikið fyrir kynjajafnrétti og á eflaust eftir að láta meira til sín taka á þeim vettvangi.
2017
Meghan og Harry prins voru fyrst ljósmynduð saman í London í febrúar á þessu ári.Þau birtust fyrst opinberlega saman á Invictus-leikunum í Toronto í september. Þá var ljóst að alvara var í sambandinu.

Meghan og Harry gifta sig þann 19. maí 2018 og munu búa í Notthingham Cottage í Kensington-höll.