Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2017 21:30 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að allt að 156 hvítabirnir verði veiddir á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila