Tólf til fimmtán þúsund manns í Kringluna á aðfangadag Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. desember 2017 13:15 Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“ Jól Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“
Jól Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira