Hafið mallar yfir jólasteikinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 10:15 Sigurður segir kjarna leikverksins á sínum stað en að auðvitað hafi verið gerðar breytingar í takt við tíðarandann. Vísir/Anton Brink Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“ Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira