Hafið mallar yfir jólasteikinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 10:15 Sigurður segir kjarna leikverksins á sínum stað en að auðvitað hafi verið gerðar breytingar í takt við tíðarandann. Vísir/Anton Brink Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“ Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hafið, jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Sigurður Sigurjónsson heldur þar um alla þræði en hann hefur líka verið hinum megin borðs því þegar leikritið var frumsýnt upphaflega fyrir 25 árum var hann meðal leikenda. „Ég lék Berg, uppeldisson á heimilinu og sjómann, þann sem er með saltið í æðunum. Baltasar Breki Samper leikur hann núna,“ segir Sigurður og telur að kjarni verksins sé á sínum stað þó eðlilegar breytingar hafi verið gerðar í takt við tíðarandann. „Hafið stendur algerlega fyrir sínu, enda finnum við það vel á viðbrögðum fólks sem hefur komið til okkar á æfingar,“ segir leikstjórinn. „Þó öðruvísi ólga sé kringum kvótakerfið núna en fyrir aldarfjórðungi er engin endanleg sátt um það hjá þjóðinni. Svo er verkið mikið fjölskyldudrama og snýst um ágirnd, gleði og sorg, mál sem koma okkur alltaf við og birta mannlegt eðli.“ Sigurður segist fyrst og síðast vera leikari en kveðst samt annað slagið hafa sest í leikstjórastól áður, bæði í Þjóðleikhúsinu og á Akureyri og segir alltaf áskorun að takast á við það hlutverk. „Ég er auðvitað með topplið leikenda á sviðinu sem sýnir á sér nýjar hliðar,“ segir hann. Nefnir Þröst Leó í gervi fjölskylduföðurins Þórðar, sem ekki vill hlíta ráðum afkomenda sinna og flytja í þjónustuíbúð í Reykjavík. Einnig Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með hlutverk Katrínar, móður Þórðar. Sambýliskona Þórðar er leikin af Elvu Ósk Ólafsdóttur og auk þeirra sem taldir hafa verið leika þau Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson og Snæfríður Ingvarsdóttir í sýningunni. „Finnur Arnar gerir leikmyndina, við höfum unnið saman áður og enginn skuggi fallið á okkar samband,“ nefnir Sigurður líka. Sumir furða sig á Þjóðleikhúsinu að taka Hafið upp nú, mörgum er sýningin fyrir 25 árum í fersku minni og svo var Hafið kvikmyndað líka. Sigurður er á öðru máli. „Efnistökin eru auðvitað allt önnur í bíómyndinni en í leikhúsinu og það kemur í ljós þegar við mátum sýninguna við áhorfendur að hún er algert nýmeti,“ segir hann. „Verkið er fullæft, það mallar yfir jólasteikinni og svo berum við réttinn á borð á annan í jólum.“
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira