Jólapistill Bergur Ebbi skrifar 22. desember 2017 07:00 Eru ekki allir komnir í jólaskap? Þessi pistill birtist 22. desember og hann verður eiginlega að vera um jólin. Þannig er það bara. Það væri hálf skrítið að skrifa um fjárlagafrumvarpið eða samfélagsmiðlabyltingar núna. Ég er líka að skrifa sjálfan mig í jólaskap. Maður getur nefnilega vel skrifað sig í tiltekið skap. Sumir skrifa jólakort til vina og ættingja. Svo er líka bara hægt að taka fram stílabók og skrifa jól, jól, jól, jól í nokkrar klukkustundir og þá ætti heilinn að vera búinn að meðtaka stemninguna. Jól snúast nefnilega um endurtekningar. Að gera sömu hluti og í fyrra og hitt eð fyrra og svo framvegis. Þetta er bara eitthvað sem mannkyninu þykir nauðsynlegt að gera því það gerir hjólför okkar í tilverunni eilítið dýpri. Að geta haldið upp á eitthvað sem tengist einhverju sem gerðist fyrir tvö þúsund árum síðan – þó þráðurinn sé býsna þunnur – lætur manni líða eins og það sé mögulega oggulítill tilgangur með þessu öllu. Jól, jól, jól, jól. Það er ágætis huggunarmeðal að endurtaka orðin. Jólastemning gerir það sama fyrir okkur mannfólkið og mal gerir fyrir ketti. Kattamal er víst ekki fullkomlega útskýrt af hálfu vísindanna en það eru kenningar um að kettir mali til að róa sig. Þá titra vöðvar í brjóstholi kattanna og senda út bylgjur um allan líkama þeirra, til að allt sé í „synci“, ef svo má að orði komast. Í hvert skipti sem ég hlusta á útvarpið í desember fæ ég þess konar tilfinningu um okkur mannfólkið. Eins og við séum að stilla samfélagið af. Að vísu eru heilmikil læti: lög í útvarpinu þar sem sungið er um jól í öðru hverju orði og svo auglýsingar sem bæta jól framan við sérhverja vöru. En á heildina litið er þetta róandi því þetta segir manni að allir séu á sömu blaðsíðu. Það ætla mjög fáir að láta þessi jól framhjá sér fara. Og Ísland virðist þurfa að mala meira en mörg önnur samfélög. Ef við værum köttur værum við einn af þessum taugaveikluðu köttum sem mala ekki bara þegar þeim er klappað heldur líka þegar þeim er ógnað. Því spennustigið er hátt hér á landi og þess vegna er malað hátt og lengi til að koma öllum örugglega á sömu blaðsíðu Jól, jól, jól, jól, JÓL JÓL JÓL!!! Eru ekki allir með?! Ha?! Á ekki að skreyta rosalega mikið?! Á ekki að fara í fimm jólahlaðborð?! Á ekki að sprengja fyrir tvö hundruð þúsund kall um áramótin?! Eru ekki allir í synci?! Jú. Ég er að gera mitt besta. Jól, jól, jól, jól. Jólaskapið er í alvöru að koma. Ég er enginn skröggur þó hann Ebenezer gamli sé hálf-nafni minn. Ég þarf bara að koma mér í gírinn. Ég er búinn að eyða hálfum desember á meginlandi Evrópu og þar malar kötturinn lægra. Hér er þrjú hundruð hestafla mótor undir feldinum, með beinni innspýtingu. Því róstusamara sem það hefur verið í samfélaginu, því heilagari skulu jólin vera. Þessi jól skulu mulin inn í sál sérhvers manns eins og laufabrauð sem molnar í lófa. Þegar klukkan slær sex á aðfangadag skulu allar fjölskyldur gjöra svo vel að vera tilbúnar eins og herdeild, með krakkana strokna og vatnsgreidda, í viðbragðsstöðu. Þetta eru ekki tilmæli. Þetta er skipun. Má hugsa til þeirra sem ekki halda jól? Þau hljóta að vera nokkuð mörg á þessu landi? Ég vil ekki skemma stemninguna fyrir meirihlutanum, en ég velti bara fyrir mér hvernig það sé að lifa á Íslandi í desember ef maður er ekki áskrifandi að þessu konsepti sem jól eru. Ég er alls ekki að segja að Íslendingar taki jólin of alvarlega (munið, ég er enginn skröggur). Róleg. Ég velti því bara fyrir mér hvort það sé ekki soldið fyndið að fylgjast með jólageðveikinni ef maður kemur úr öðrum menningarheimi. Þegar orðið „jól“ bætist við allt. Þegar smjör verður jólasmjör, konfekt verður jólakonfekt, hlaðborð verða jólahlaðborð, bjór verður jólabjór, tré verða jólatré og skafmiðar verða jólaskafmiðar. Kannski er þetta eins og að sjá forrit í tölvu fá tímabundna uppfærslu. En ég er eins og flestir á þessu landi. Jólamegin í lífinu. Eða að minnsta kosti rétt ókominn þangað. Og ef ég væri það ekki myndi ég vísast þegja um það. Það er nefnilega mjög erfitt að fara gegn stemningu í ræðu og riti, sama hversu málefnalega slíkar röksemdir eru settar fram. En það er almennur punktur og hefur ekkert með mig eða mitt jólaskap að gera – sem ég er óðum að komast í eftir þessi skrif. Þetta var jólapistill. Nú set ég jólapunkt. Gleðileg jól. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Eru ekki allir komnir í jólaskap? Þessi pistill birtist 22. desember og hann verður eiginlega að vera um jólin. Þannig er það bara. Það væri hálf skrítið að skrifa um fjárlagafrumvarpið eða samfélagsmiðlabyltingar núna. Ég er líka að skrifa sjálfan mig í jólaskap. Maður getur nefnilega vel skrifað sig í tiltekið skap. Sumir skrifa jólakort til vina og ættingja. Svo er líka bara hægt að taka fram stílabók og skrifa jól, jól, jól, jól í nokkrar klukkustundir og þá ætti heilinn að vera búinn að meðtaka stemninguna. Jól snúast nefnilega um endurtekningar. Að gera sömu hluti og í fyrra og hitt eð fyrra og svo framvegis. Þetta er bara eitthvað sem mannkyninu þykir nauðsynlegt að gera því það gerir hjólför okkar í tilverunni eilítið dýpri. Að geta haldið upp á eitthvað sem tengist einhverju sem gerðist fyrir tvö þúsund árum síðan – þó þráðurinn sé býsna þunnur – lætur manni líða eins og það sé mögulega oggulítill tilgangur með þessu öllu. Jól, jól, jól, jól. Það er ágætis huggunarmeðal að endurtaka orðin. Jólastemning gerir það sama fyrir okkur mannfólkið og mal gerir fyrir ketti. Kattamal er víst ekki fullkomlega útskýrt af hálfu vísindanna en það eru kenningar um að kettir mali til að róa sig. Þá titra vöðvar í brjóstholi kattanna og senda út bylgjur um allan líkama þeirra, til að allt sé í „synci“, ef svo má að orði komast. Í hvert skipti sem ég hlusta á útvarpið í desember fæ ég þess konar tilfinningu um okkur mannfólkið. Eins og við séum að stilla samfélagið af. Að vísu eru heilmikil læti: lög í útvarpinu þar sem sungið er um jól í öðru hverju orði og svo auglýsingar sem bæta jól framan við sérhverja vöru. En á heildina litið er þetta róandi því þetta segir manni að allir séu á sömu blaðsíðu. Það ætla mjög fáir að láta þessi jól framhjá sér fara. Og Ísland virðist þurfa að mala meira en mörg önnur samfélög. Ef við værum köttur værum við einn af þessum taugaveikluðu köttum sem mala ekki bara þegar þeim er klappað heldur líka þegar þeim er ógnað. Því spennustigið er hátt hér á landi og þess vegna er malað hátt og lengi til að koma öllum örugglega á sömu blaðsíðu Jól, jól, jól, jól, JÓL JÓL JÓL!!! Eru ekki allir með?! Ha?! Á ekki að skreyta rosalega mikið?! Á ekki að fara í fimm jólahlaðborð?! Á ekki að sprengja fyrir tvö hundruð þúsund kall um áramótin?! Eru ekki allir í synci?! Jú. Ég er að gera mitt besta. Jól, jól, jól, jól. Jólaskapið er í alvöru að koma. Ég er enginn skröggur þó hann Ebenezer gamli sé hálf-nafni minn. Ég þarf bara að koma mér í gírinn. Ég er búinn að eyða hálfum desember á meginlandi Evrópu og þar malar kötturinn lægra. Hér er þrjú hundruð hestafla mótor undir feldinum, með beinni innspýtingu. Því róstusamara sem það hefur verið í samfélaginu, því heilagari skulu jólin vera. Þessi jól skulu mulin inn í sál sérhvers manns eins og laufabrauð sem molnar í lófa. Þegar klukkan slær sex á aðfangadag skulu allar fjölskyldur gjöra svo vel að vera tilbúnar eins og herdeild, með krakkana strokna og vatnsgreidda, í viðbragðsstöðu. Þetta eru ekki tilmæli. Þetta er skipun. Má hugsa til þeirra sem ekki halda jól? Þau hljóta að vera nokkuð mörg á þessu landi? Ég vil ekki skemma stemninguna fyrir meirihlutanum, en ég velti bara fyrir mér hvernig það sé að lifa á Íslandi í desember ef maður er ekki áskrifandi að þessu konsepti sem jól eru. Ég er alls ekki að segja að Íslendingar taki jólin of alvarlega (munið, ég er enginn skröggur). Róleg. Ég velti því bara fyrir mér hvort það sé ekki soldið fyndið að fylgjast með jólageðveikinni ef maður kemur úr öðrum menningarheimi. Þegar orðið „jól“ bætist við allt. Þegar smjör verður jólasmjör, konfekt verður jólakonfekt, hlaðborð verða jólahlaðborð, bjór verður jólabjór, tré verða jólatré og skafmiðar verða jólaskafmiðar. Kannski er þetta eins og að sjá forrit í tölvu fá tímabundna uppfærslu. En ég er eins og flestir á þessu landi. Jólamegin í lífinu. Eða að minnsta kosti rétt ókominn þangað. Og ef ég væri það ekki myndi ég vísast þegja um það. Það er nefnilega mjög erfitt að fara gegn stemningu í ræðu og riti, sama hversu málefnalega slíkar röksemdir eru settar fram. En það er almennur punktur og hefur ekkert með mig eða mitt jólaskap að gera – sem ég er óðum að komast í eftir þessi skrif. Þetta var jólapistill. Nú set ég jólapunkt. Gleðileg jól. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.