Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar 27. nóvember 2025 13:31 Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Andri heiti ég og ég er 40 ára fatlaður Reykvíkingur, ég er með NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og er ég einnig vondi kallinn sem gæti mögulega skert lífsgæði ykkar hinna samkvæmt Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra Reykjavíkur. Þó að ég sé vondi kallinn að þá hef ég samt voða lítið gert til að verðskulda þann titil. Það eina sem ég hef krafist er að réttindi mín séu virt jafnt við ykkar réttindi. Áður en ég fékk NPA samning 2018 hafði ég beðið í 10 ár eftir þjónustu til að lifa sjálfstæðu lífi, en þjónustan sem ég var með tryggði mér ekki þá aðstoð sem ég þurfti til að stunda það nám eða vinnu sem ég vildi. Lífið mitt gjörbreyttist þegar ég fékk NPA sem ég þurfti til að lifa sjálfstæðu lífi. Í dag er ég með menntun, ég er í fullri vinnu, ég á eiginkonu og ég rek mitt eigið heimili, sem væri allt ómögulegt án þjónustu eins og NPA. Í dag eru 42 einstaklingar á biðlista eftir að fá NPA samning eða stækkun frá Reykjavíkurborg. Samningar sem munu án efa hafa sömu áhrif og minn samningurinn gerði. Samningar sem gefa fólki jafnt tækifæri og okkur hinum til að lifa sjálfstæðu lífi, sem mun gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Fatlað fólk er oft notað í pólitískum útspilum stjórnmálafólks sem oftast tengjast peningum. Oft er fötluðu fólki stillt upp við vegg og heyrum við setningar eins og „Þjónusta fatlaðra kostar X mikinn pening“ og „Þetta gæti haft áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita aðra þjónustu“ en aldrei hef ég heyrt eins taktlausa og smekklausa setningu og Heiða Björg sagði þegar hún hótar skertum lífsgæðum í samfélaginu láti ríkið ekki undan kröfum sveitarfélaganna um aukið fjármagn í málefnaflokk fatlaðra. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra tala svona um aðra málaflokka borgarinnar og því velti ég því mjög oft fyrir mér af hverju það er í lagi að tala svona um fatlað fólk. Við erum ekki eingöngu tölur á blaði. Við erum fólk, við erum samborgarar. Við erum ekki vondi kallinn! NPA hefur verið í lögum frá árinu 2018 og frá árinu 2016 hafa sveitarfélögin verið að undirbúa lögfestingu NPA með því að samþykkja örfáa samninga. Málaflokkurinn um málefni fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga 2011. Það er því ekki hægt að segja að þessi málaflokkur sé nýr af nálinni og alls ekki hægt að kenna hinum ný-lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks um slæma stöðu sveitarfélaganna. Ég vil vekja athygli á þessari ömurlegu orðanotkun stjórnmálafólks og ég vil að það hætti að tala um hversu dýr þessi málaflokkur er. Allir málaflokkar eru dýrir og ekki talið þið svona um aðra málaflokka. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar