Þjóðleikhúsið skiptir yfir í rafrænar leikskrár Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 10:53 Leikhúsgestir munu hafa aðgang að gestaneti auk þess sem spjaldtölvur eru aðgengilegar í gestarými. vísir/gva Þjóðleikhúsið mun frá og með frumsýningu á Hafinu á annan dag jóla, færa allar leikskrár sínar í rafrænt form og hafa þær aðgengilegar öllum á vef leikhússins. Leikhúsgestir hafa einnig aðgang að gestaneti auk þess sem spjaldtölvur eru aðgengilegar í gestarými. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi nýrrar tækni og möguleika sem geri kleift að leggja áherslu á framleiðslu á rafrænu ítarefni sem meðal annars inniheldur viðtöl við leikara og listræna stjórnendur ásamt fleiru sem eykur ánægju leikhúsgesta og þekkingu á þeim verkum sem í boði eru hverju sinni. „Leikhúsgestir eru nánast allir með snjalltæki og vilja nálgast upplýsingar í gegnum þau. Það er ekki nema sjálfsagt að leikhúsið sinni þeirri kröfu og sé í takt við tímann,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Við finnum fyrir mikilli ánægju með þessa breytingu sem við höfum verið að þróa í haust. Það virðist ekki vera mikill söknuður eftir þykkum prentuðum leikskrám og við skynjum meiri áhuga á efninu sem boðið er upp á í staðinn. Enda býður það upp á nýja og spennandi möguleika.“ Leikhúsið hefur á þessu leikári boðið gestum, án endurgjalds, upp á einfalda prentaða sýningaskrá þar sem finna má grunnupplýsingar um sýningar og aðstandendur þeirra. Gert er ráð fyrir að sú prentun muni einnig leggjast af þegar fram líða stundir. Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þjóðleikhúsið mun frá og með frumsýningu á Hafinu á annan dag jóla, færa allar leikskrár sínar í rafrænt form og hafa þær aðgengilegar öllum á vef leikhússins. Leikhúsgestir hafa einnig aðgang að gestaneti auk þess sem spjaldtölvur eru aðgengilegar í gestarými. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi nýrrar tækni og möguleika sem geri kleift að leggja áherslu á framleiðslu á rafrænu ítarefni sem meðal annars inniheldur viðtöl við leikara og listræna stjórnendur ásamt fleiru sem eykur ánægju leikhúsgesta og þekkingu á þeim verkum sem í boði eru hverju sinni. „Leikhúsgestir eru nánast allir með snjalltæki og vilja nálgast upplýsingar í gegnum þau. Það er ekki nema sjálfsagt að leikhúsið sinni þeirri kröfu og sé í takt við tímann,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Við finnum fyrir mikilli ánægju með þessa breytingu sem við höfum verið að þróa í haust. Það virðist ekki vera mikill söknuður eftir þykkum prentuðum leikskrám og við skynjum meiri áhuga á efninu sem boðið er upp á í staðinn. Enda býður það upp á nýja og spennandi möguleika.“ Leikhúsið hefur á þessu leikári boðið gestum, án endurgjalds, upp á einfalda prentaða sýningaskrá þar sem finna má grunnupplýsingar um sýningar og aðstandendur þeirra. Gert er ráð fyrir að sú prentun muni einnig leggjast af þegar fram líða stundir.
Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira