Lífið

Jólaleg skyrkaka sem skilur eftir bros á vör

Guðný Hrönn skrifar
Jólaskyrkaka Fannars er ekki bara ljúffeng heldur líka falleg.
Jólaskyrkaka Fannars er ekki bara ljúffeng heldur líka falleg. vísir/stefán

Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa.

„Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyllingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé einfalt að útbúa og allir ættu að ráða við það.

„Góð skyrkaka skilur eftir bros á vör eftir góða máltíð.“

Skyrkaka 

fyrir 10

Skyrfylling:

50 g vatn

200 g sykur

500 g skyr

500 g léttþeyttur rjómi

5 stk. matarlímsblöð

70 g blandaðar hnetur

Botn:

300 g Lu-kex

300 g Oreo-kex

120 g smjör, brætt

Hlaup:

6 tsk. matarlímsblöð

150 g vatn

150 g bláber

150 g sykur

Aðferð

Skyr:

Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mínútur. Léttþeyttum rjómanum bætt út í.

Sykur er bræddur í potti þar til hann verður að sírópi. Matarlímsblöðunum, fimm stykkjum, bætt út í sírópið og því síðan hellt rólega saman við skyr- og rjómablönduna. Öllu hrært varlega saman.

Botn:

Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu hellt út í og blöndunni svo þjappað saman við kexið í formið. Sett í kæli í um það bil 25 mínútur.

Skyrblöndunni er síðan hellt yfir eftir kælinguna og hnetum stráð yfir, sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í frysti í 1 klst. og 20 mín.

Hlaup:

Öllu blandað saman og sett í pott, að undanskildum 6 stk. matarlímsblöðum. Eftir að suðan kemur upp er blandan látin sjóða í átta mínútur, síðan er matarlímsblöðunum bætt út í.

Skyrkakan er tekin úr kæli og hlaupinu hellt yfir. Að lokum er kakan sett aftur í kæli og geymd þar, þar til hún er borin fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.