Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gengið áfallalaust fyrir sig í hríðarveðri Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 22:37 Frá Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Vísir Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig. Samgöngur Veður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira