Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gengið áfallalaust fyrir sig í hríðarveðri Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 22:37 Frá Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Vísir Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig. Samgöngur Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira