Tilkynningarnar meðal annars frá starfsfólki Borgarleikhússins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2017 14:33 Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum á dögunum. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12
Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32