Garðabær neitar að taka við Álftanesvegi nema með fjárframlagi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Hafist var handa við nýjan Álftanesveg árið 2014. vísir/vilhelm Bæjarráð Garðabæjar hefur falið Gunnari Einarssyni bæjarstjóra að „mótmæla einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar um yfirfærslu á veghaldi Álftanesvegar“. Vegagerðin vísar til ákvæða vegalaga þar sem fjallað er um sameiningu sveitarfélaga. „Þegar sameining sveitarfélaga hefur þau áhrif að vegur færist úr flokki stofnvega í flokk sveitarfélagsvega skuli Vegagerðin halda veginum í að hámarki fimm ár frá sameiningu. Að þeim tíma loknum skal vegurinn afhentur sveitarfélaginu að fullu,“ segir í bréfi Vegagerðarinnar til Garðabæjar. Eins og kunnugt er sameinuðust Garðabær og Álftanes eftir íbúakosningar haustið 2012 og tók sameiningin gildi 1. janúar 2013. „Því er ljóst að Vegagerðin hefur ekki heimild til að halda veginum við lengur en til næstkomandi áramóta,“ segir Vegagerðin. „Garðabær annast að fullu og ber ábyrgð á veghaldi Álftanesvegar frá 1. janúar 2018.“ Um sé að ræða 4,1 kílómetra langan vegkafla með tveimur hringtorgum frá Hafnarfjarðarvegi að Bessastaðavegi. Vegagerðin óskar eftir fundi með Garðbæingum sem fyrst til að ræða nánar málefni vetrarþjónustu og viðhald Álftanesvegarins. Bæjaráðið bendir hins vegar á að yfirfærsla vegarins eigi að gerast á grundvelli samnings milli aðila. Meðal annars þurfi að tryggja fjármagn til sveitarfélagsins vegna breytingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar hefur falið Gunnari Einarssyni bæjarstjóra að „mótmæla einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar um yfirfærslu á veghaldi Álftanesvegar“. Vegagerðin vísar til ákvæða vegalaga þar sem fjallað er um sameiningu sveitarfélaga. „Þegar sameining sveitarfélaga hefur þau áhrif að vegur færist úr flokki stofnvega í flokk sveitarfélagsvega skuli Vegagerðin halda veginum í að hámarki fimm ár frá sameiningu. Að þeim tíma loknum skal vegurinn afhentur sveitarfélaginu að fullu,“ segir í bréfi Vegagerðarinnar til Garðabæjar. Eins og kunnugt er sameinuðust Garðabær og Álftanes eftir íbúakosningar haustið 2012 og tók sameiningin gildi 1. janúar 2013. „Því er ljóst að Vegagerðin hefur ekki heimild til að halda veginum við lengur en til næstkomandi áramóta,“ segir Vegagerðin. „Garðabær annast að fullu og ber ábyrgð á veghaldi Álftanesvegar frá 1. janúar 2018.“ Um sé að ræða 4,1 kílómetra langan vegkafla með tveimur hringtorgum frá Hafnarfjarðarvegi að Bessastaðavegi. Vegagerðin óskar eftir fundi með Garðbæingum sem fyrst til að ræða nánar málefni vetrarþjónustu og viðhald Álftanesvegarins. Bæjaráðið bendir hins vegar á að yfirfærsla vegarins eigi að gerast á grundvelli samnings milli aðila. Meðal annars þurfi að tryggja fjármagn til sveitarfélagsins vegna breytingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira