Mótmælin hófust á fimmtudaginn í borginni Mashhad þar sem fólk mótmælti háu verðlagi og forseta Íran, Hassan Rouhani. Mótmælin dreifðust fljótt í gær til um tólf borga.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti frá sér yfirlýsingu um mótmælin í nótt. Þar sagði hann íbúa Íran orðna þreytta á spillingu stjórnvalda og að fjármunum ríkisins væri varið í að styðja við hryðjuverkasamtök á erlendum vettvangi.
Þá sagði hann að stjórnvöld Íran ættu að virða réttindi borgara sinna og að heimurinn væri að fylgjast með Íran. Bandaríkin fordæmdu einnig að 52 mótmælendur hefðu verið handteknir í Mashhad.
Many reports of peaceful protests by Iranian citizens fed up with regime’s corruption & its squandering of the nation’s wealth to fund terrorism abroad. Iranian govt should respect their people’s rights, including right to express themselves. The world is watching! #IranProtests
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2017
Nú í dag koma margir saman í til að styðja stjórnvöld Íran í árlegum samkomum vegna óaldarinnar sem skók Íran árið 2009. Ríkissjónvarp Íran segir að fjöldafundir séu skipulagðir í um 1.200 borgum og bæjum í dag.