Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2018 05:00 Eigandi Strawberries kærði framgöngu lögreglumanna og þjófnað á haldlögðum munum úr húsleitum. Hvorug þeirra leiddi til ákæru. vísir/stefán „Það er í mínum huga ekki æskilegt að þetta skuli geta gerst,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um að óupplýst sé hvernig haldlögð verðmæti hurfu úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir húsleit á kampavínsklúbbnum Strawberries. Eigandi Strawberries kærði bæði þjófnað á eigum sínum og framgöngu lögreglumanna við rassíu á staðinn til héraðssaksóknara árið 2016. Nú liggur fyrir að hvorug kæran leiddi til ákæru.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Fréttablaðið/GVALögreglurannsókn á starfsemi á Strawberries og rassía með óeinkennisklæddum lögreglumönnum varð til þess að eigandinn og fjórir starfsmenn staðarins voru handteknir árið 2013. Í júní 2015 lét ríkissaksóknari málið niður falla að undanskildum meintum skattalagabrotum eigandans. Vegna þeirra var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 242 milljóna króna sektar í maí síðastliðnum. Haustið 2016 hafði eigandinn þó lagt fram kærur á hendur lögreglunni til héraðssaksóknara, annars vegar vegna framgöngu lögreglumanna í rassíunni og hins vegar vegna hinna horfnu muna. Ólafur Þór segir báðar kærurnar hafa verið rannsakaðar. Niðurstaðan varðandi kæruna um framgöngu lögreglumannanna, sem meðal annars voru sakaðir um að hafa verið ölvaðir eftir að hafa kneyfað áfengi á staðnum fyrir handtökur, var að ekki hafi verið talið tilefni til að saksækja að sögn Ólafs. Hin kæran varðaði þá staðreynd að í málinu var haldlagt nokkuð af verðmætum í húsleitum tengdum rannsókninni. Þar á meðal var Rolex-úr, skartgripir, þar á meðal erfðagripir, og reiðufé. Allt þetta mun hafa verið fært í munaskrá lögreglu en fullyrt hefur verið að verðmæti munanna hafi numið milljónum króna. Aðeins starfsmenn lögregluembættisins eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. „Það hafðist ekki uppi á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt,“ segir Ólafur Þór. Aðspurður hvort það sé ásættanleg niðurstaða segir hann þetta vissulega bagalegt. „Það var farið af stað til að upplýsa með hvaða hætti þessir munir hverfa. Það er alls ekki nógu gott að það fáist ekki botn í það og bendir til þess að menn þurfi að lagfæra það sem þarna hefur borið út af, hvort sem það er út af saknæmri háttsemi eða ekki. Í þeim tilvikum þegar við erum með muni haldlagða þá er málum háttað þannig að það komi alls ekki til greina að svona staða komi upp,“ segir héraðssaksóknari. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00 Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Það er í mínum huga ekki æskilegt að þetta skuli geta gerst,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um að óupplýst sé hvernig haldlögð verðmæti hurfu úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir húsleit á kampavínsklúbbnum Strawberries. Eigandi Strawberries kærði bæði þjófnað á eigum sínum og framgöngu lögreglumanna við rassíu á staðinn til héraðssaksóknara árið 2016. Nú liggur fyrir að hvorug kæran leiddi til ákæru.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Fréttablaðið/GVALögreglurannsókn á starfsemi á Strawberries og rassía með óeinkennisklæddum lögreglumönnum varð til þess að eigandinn og fjórir starfsmenn staðarins voru handteknir árið 2013. Í júní 2015 lét ríkissaksóknari málið niður falla að undanskildum meintum skattalagabrotum eigandans. Vegna þeirra var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 242 milljóna króna sektar í maí síðastliðnum. Haustið 2016 hafði eigandinn þó lagt fram kærur á hendur lögreglunni til héraðssaksóknara, annars vegar vegna framgöngu lögreglumanna í rassíunni og hins vegar vegna hinna horfnu muna. Ólafur Þór segir báðar kærurnar hafa verið rannsakaðar. Niðurstaðan varðandi kæruna um framgöngu lögreglumannanna, sem meðal annars voru sakaðir um að hafa verið ölvaðir eftir að hafa kneyfað áfengi á staðnum fyrir handtökur, var að ekki hafi verið talið tilefni til að saksækja að sögn Ólafs. Hin kæran varðaði þá staðreynd að í málinu var haldlagt nokkuð af verðmætum í húsleitum tengdum rannsókninni. Þar á meðal var Rolex-úr, skartgripir, þar á meðal erfðagripir, og reiðufé. Allt þetta mun hafa verið fært í munaskrá lögreglu en fullyrt hefur verið að verðmæti munanna hafi numið milljónum króna. Aðeins starfsmenn lögregluembættisins eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. „Það hafðist ekki uppi á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt,“ segir Ólafur Þór. Aðspurður hvort það sé ásættanleg niðurstaða segir hann þetta vissulega bagalegt. „Það var farið af stað til að upplýsa með hvaða hætti þessir munir hverfa. Það er alls ekki nógu gott að það fáist ekki botn í það og bendir til þess að menn þurfi að lagfæra það sem þarna hefur borið út af, hvort sem það er út af saknæmri háttsemi eða ekki. Í þeim tilvikum þegar við erum með muni haldlagða þá er málum háttað þannig að það komi alls ekki til greina að svona staða komi upp,“ segir héraðssaksóknari.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00 Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Ríkissaksóknari áfrýjar Strawberries málinu til Hæstaréttar Í maí síðastliðnum var Viðar Már dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot og honum gert að greiða 242 milljóna króna sekt í ríkissjóð. 2. ágúst 2017 06:00
Millifært beint á félagið Reisn Aðalmeðferð í skattsvikamáli fyrrverandi eiganda Strawberries fór fram í gær. Maðurinn krefst frávísunar eða sýknu vegna þess hve málið hefur dregist. 3. maí 2017 07:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11