Rannsókn á meintum fjárdrætti á Siglufirði er nú á lokametrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Afl varð til við samruna tveggja sparisjóða. vísir/stefán Rannsókn héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti úr Afli sparisjóði, sparisjóði Siglufjarðar, ætti að ljúka í næsta mánuði. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og staðfestir að tekist hafi að yfirheyra Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra sparisjóðsins, í síðasta mánuði. Ólafur Þór vill ekki svara því hvort aðrir liggi undir grun í málinu. Tveir menn voru handteknir og þar á meðal Magnús í september 2015 vegna gruns um fjárdrátt en skrifstofustjórinn fyrrverandi lét af störfum í sparisjóðnum í júní það ár við yfirtöku Arion banka á fyrirtækinu. Kom þá fram að rökstuddur grunur hefði komið upp vegna fyrirspurnar Embættis sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli. Rúmum mánuði síðar var greint frá því að Magnús væri grunaður um að hafa dregið sér rúmar 100 milljónir króna í starfi og baðst hann lausnar sem forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Ráðist var í húsleitir á Siglufirði í desember 2016 og aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls. Rannsóknin hafði legið á ís vegna alvarlegra veikinda Magnúsar þegar Fréttablaðið fjallaði síðast um málið eða í mars í fyrra. Í sama mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli þar til rannsókn á meintum brotum Magnúsar, sem talið er að hafi staðið yfir á nokkurra ára tímabili, væri lokið. Var þeirri niðurstöðu mótmælt bæði af lögmanni hans og Arion banka sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti úr Afli sparisjóði, sparisjóði Siglufjarðar, ætti að ljúka í næsta mánuði. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og staðfestir að tekist hafi að yfirheyra Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra sparisjóðsins, í síðasta mánuði. Ólafur Þór vill ekki svara því hvort aðrir liggi undir grun í málinu. Tveir menn voru handteknir og þar á meðal Magnús í september 2015 vegna gruns um fjárdrátt en skrifstofustjórinn fyrrverandi lét af störfum í sparisjóðnum í júní það ár við yfirtöku Arion banka á fyrirtækinu. Kom þá fram að rökstuddur grunur hefði komið upp vegna fyrirspurnar Embættis sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli. Rúmum mánuði síðar var greint frá því að Magnús væri grunaður um að hafa dregið sér rúmar 100 milljónir króna í starfi og baðst hann lausnar sem forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Ráðist var í húsleitir á Siglufirði í desember 2016 og aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls. Rannsóknin hafði legið á ís vegna alvarlegra veikinda Magnúsar þegar Fréttablaðið fjallaði síðast um málið eða í mars í fyrra. Í sama mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli þar til rannsókn á meintum brotum Magnúsar, sem talið er að hafi staðið yfir á nokkurra ára tímabili, væri lokið. Var þeirri niðurstöðu mótmælt bæði af lögmanni hans og Arion banka sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08
Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00