Gunnar Nelson vill mæta Ponzinibbio aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. janúar 2018 19:45 Gunnar veit ekki hvenær hann keppir næst vísir/getty Gunnar Nelson sagði Ariel Helwani, stjórnanda The MMA Hour, að amma sín hafi borðað kássu úr lambaheilum í viðtali í þættinum í dag. Helwani spurði Gunnar út í lífið á Íslandi og var forvitin um svið og hvernig þau væru framreidd, því næsta markmið hans sé að fá sér sviðakjamma með Haraldi Nelson, föður Gunnars. Hann var mjög hissa á því að það væri hægt að fara á stoppistöð strætó og biðja um svið og kók, og talið barst að heilum þegar Gunnar talaði um að hausarnir væru alltaf sagaðir í sundur. Gunnar sagðist ekki hafa smakkað þá sjálfur, en eldri kynslóðir hefðu gert það, þar á meðal amma hans. Þeir félagar ræddu þó líka bardagamál og sagði Gunnar að sá bardagi sem hann væri mest til í að fá væri endurtekin viðureign hans og Santiago Ponzinibbio, en sá síðarnefndi varð fyrstur til að vinna Gunnar með rothöggi þegar þeir áttust við í síðasta sumar. „Ég væri klárlega til í að berjast við hann aftur. Ég væri til í að fá aðra tilraun og ég mun passa augun. Ég held ég myndi vinna hann ef við mætumst aftur,“ sagði Gunnar, en Ponzinibbio náði rothögginu á Gunnar eftir að hafa potað í augun á honum. „Eftir bardagann getur þú sagt allt sem þú vilt, ég hefði átt að rétta upp hönd og láta dómarann vita af þessu því það er ekki eðlilegt að sjá tvöfalt. En á meðan bardaganum stóð þá hugsaði ég bara að kannski gerir hann ekki neitt. Hann vissi að ég var hálfblindur og hann gæti kýlt mig á meðan ég væri að rétta upp hönd svo ég tók ekki áhættuna.“ „Dómarinn segir þér að vera ekkert að stöðva bardagann því hann er að fylgjast með. Ég hélt ég myndi jafna mig. En eftir bardagann var ég mjög vonsvikinn því mér fannst ég hafa verið í besta formi ferilsins,“ sagði Gunnar. Teymi Gunnars ákvað að áfrýja niðurstöðu bardagans, en þeir töpuðu áfrýuninni. Það er mjög sjaldgæft í bardagaheiminum að slíkar áfrýjanir beri ávöxt. „Ég vildi ekki gera það til að byrja með, það myndi ekki breyta því sem gerðist. En ég skil að þetta gæti breytt einhverju fyrir íþróttina. Fyrir þann næsta sem lendir í þessu, þá vil ég segja að þetta ætti ekki að gerast. Þetta er svindl, eins mikið svindl og hægt er.“ „Eftir að hafa horft á upptökur af bardaganum, þá sýna þær að þetta var viljaverk. Þú potar ekki fjórum sinnum í augun á einhverjum nema það sé viljandi. Eftir bardagan vildi ég ekki trúa því að þetta væri viljandi.“ Gunnar tók sér hlé að læknisráði eftir bardagann til þess að jafna sig á rothögginu. Hann er enn ekki með neinn bardaga bókaðan, en er byrjaður að æfa á nýju.Viðtalið við Gunnar í MMA Hour má sjá hér. MMA Tengdar fréttir Áfrýjun Gunnars hafnað og úrslitin standa UFC ákvað að breyta ekki úrslitum í viðureign Gunnars Nelson og Santiago Pozinibbio. 13. september 2017 09:00 Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Gunnar Nelson er að passa sig á að verða ekki gaurinn sem rotast við eitt högg. 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. 20. desember 2017 15:30 Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík. 20. desember 2017 13:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Gunnar Nelson sagði Ariel Helwani, stjórnanda The MMA Hour, að amma sín hafi borðað kássu úr lambaheilum í viðtali í þættinum í dag. Helwani spurði Gunnar út í lífið á Íslandi og var forvitin um svið og hvernig þau væru framreidd, því næsta markmið hans sé að fá sér sviðakjamma með Haraldi Nelson, föður Gunnars. Hann var mjög hissa á því að það væri hægt að fara á stoppistöð strætó og biðja um svið og kók, og talið barst að heilum þegar Gunnar talaði um að hausarnir væru alltaf sagaðir í sundur. Gunnar sagðist ekki hafa smakkað þá sjálfur, en eldri kynslóðir hefðu gert það, þar á meðal amma hans. Þeir félagar ræddu þó líka bardagamál og sagði Gunnar að sá bardagi sem hann væri mest til í að fá væri endurtekin viðureign hans og Santiago Ponzinibbio, en sá síðarnefndi varð fyrstur til að vinna Gunnar með rothöggi þegar þeir áttust við í síðasta sumar. „Ég væri klárlega til í að berjast við hann aftur. Ég væri til í að fá aðra tilraun og ég mun passa augun. Ég held ég myndi vinna hann ef við mætumst aftur,“ sagði Gunnar, en Ponzinibbio náði rothögginu á Gunnar eftir að hafa potað í augun á honum. „Eftir bardagann getur þú sagt allt sem þú vilt, ég hefði átt að rétta upp hönd og láta dómarann vita af þessu því það er ekki eðlilegt að sjá tvöfalt. En á meðan bardaganum stóð þá hugsaði ég bara að kannski gerir hann ekki neitt. Hann vissi að ég var hálfblindur og hann gæti kýlt mig á meðan ég væri að rétta upp hönd svo ég tók ekki áhættuna.“ „Dómarinn segir þér að vera ekkert að stöðva bardagann því hann er að fylgjast með. Ég hélt ég myndi jafna mig. En eftir bardagann var ég mjög vonsvikinn því mér fannst ég hafa verið í besta formi ferilsins,“ sagði Gunnar. Teymi Gunnars ákvað að áfrýja niðurstöðu bardagans, en þeir töpuðu áfrýuninni. Það er mjög sjaldgæft í bardagaheiminum að slíkar áfrýjanir beri ávöxt. „Ég vildi ekki gera það til að byrja með, það myndi ekki breyta því sem gerðist. En ég skil að þetta gæti breytt einhverju fyrir íþróttina. Fyrir þann næsta sem lendir í þessu, þá vil ég segja að þetta ætti ekki að gerast. Þetta er svindl, eins mikið svindl og hægt er.“ „Eftir að hafa horft á upptökur af bardaganum, þá sýna þær að þetta var viljaverk. Þú potar ekki fjórum sinnum í augun á einhverjum nema það sé viljandi. Eftir bardagan vildi ég ekki trúa því að þetta væri viljandi.“ Gunnar tók sér hlé að læknisráði eftir bardagann til þess að jafna sig á rothögginu. Hann er enn ekki með neinn bardaga bókaðan, en er byrjaður að æfa á nýju.Viðtalið við Gunnar í MMA Hour má sjá hér.
MMA Tengdar fréttir Áfrýjun Gunnars hafnað og úrslitin standa UFC ákvað að breyta ekki úrslitum í viðureign Gunnars Nelson og Santiago Pozinibbio. 13. september 2017 09:00 Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Gunnar Nelson er að passa sig á að verða ekki gaurinn sem rotast við eitt högg. 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. 20. desember 2017 15:30 Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík. 20. desember 2017 13:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Áfrýjun Gunnars hafnað og úrslitin standa UFC ákvað að breyta ekki úrslitum í viðureign Gunnars Nelson og Santiago Pozinibbio. 13. september 2017 09:00
Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Gunnar Nelson er að passa sig á að verða ekki gaurinn sem rotast við eitt högg. 15. desember 2017 12:00
Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12
Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. 20. desember 2017 15:30
Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík. 20. desember 2017 13:45