Að lifa lífinu Telma Tómasson skrifar 9. janúar 2018 07:00 Einu sinni var maður sem gekk á vegg. Hann fór í eina klessu. Svakalega klessu. Fólki brá sem hitti hann, maðurinn leit hræðilega illa út. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Þetta var mjög, mjög sorglegt. Sorglegast var þó að hann virtist sá eini sem ekkert fattaði. Þvert á móti sagðist hann aldrei hafa verið hressari. Forstýran hristir vantrúuð höfuðið á nýársmorgun. „Alveg ótrúlegur þessi maður, bara mættur til vinnu,“ segir hún við sambýlinginn, steinhissa á tölvupóstinum sem var að detta inn. Hann lítur letilega upp úr bókinni með spurn í svipnum yfir ákafa starfsmannsins og kemur sér betur fyrir undir hlýju teppinu. Einmanalegt ljós logar á tíundu hæð. Það fer ekki á milli mála, okkar maður er peppaður við skrifborðið sitt úti í bæ. Klárar staflann sem hann náði ekki á gamlárs. „Vera snöggur, skokk upp að Steini eftir smá. Má ekki missa af,“ hugsar hann, rauður í framan, þvalur í lófum, með hjartslátt. „2018 er ár sigurvegarans,“ þýtur í gegnum huga mannsins meðan hann hamrar enn hraðar á lyklaborðið. „Vinna: eins og óður. Hlaupagrúppan: að sjálfsögðu. Fjallaskíði: kann það ekki, en já takk. Hjólawow: tékk. Sjósund: nýja trendið! count me in. Ræktin í bítið: best í heimi. Brölt á tinda: ekki gleyma ykkar manni!“ Eftirminnilegasta árið, rækilega myndað. Og skjalfest á Insta. Pirraður, ósofinn, viðskotaillur, fjarlægur, kaldur. Almennt ekki á staðnum. Hleypur í hringi, eltir á sér skottið. En nær aldrei í það. Konan segir stopp. Farin. Börnin segja stopp. Líta undan. Vinirnir segja stopp. Leita annað. Kannast einhver við þetta? Kannski kominn tími til að vakna? Gleðilegt ár, annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun
Einu sinni var maður sem gekk á vegg. Hann fór í eina klessu. Svakalega klessu. Fólki brá sem hitti hann, maðurinn leit hræðilega illa út. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Þetta var mjög, mjög sorglegt. Sorglegast var þó að hann virtist sá eini sem ekkert fattaði. Þvert á móti sagðist hann aldrei hafa verið hressari. Forstýran hristir vantrúuð höfuðið á nýársmorgun. „Alveg ótrúlegur þessi maður, bara mættur til vinnu,“ segir hún við sambýlinginn, steinhissa á tölvupóstinum sem var að detta inn. Hann lítur letilega upp úr bókinni með spurn í svipnum yfir ákafa starfsmannsins og kemur sér betur fyrir undir hlýju teppinu. Einmanalegt ljós logar á tíundu hæð. Það fer ekki á milli mála, okkar maður er peppaður við skrifborðið sitt úti í bæ. Klárar staflann sem hann náði ekki á gamlárs. „Vera snöggur, skokk upp að Steini eftir smá. Má ekki missa af,“ hugsar hann, rauður í framan, þvalur í lófum, með hjartslátt. „2018 er ár sigurvegarans,“ þýtur í gegnum huga mannsins meðan hann hamrar enn hraðar á lyklaborðið. „Vinna: eins og óður. Hlaupagrúppan: að sjálfsögðu. Fjallaskíði: kann það ekki, en já takk. Hjólawow: tékk. Sjósund: nýja trendið! count me in. Ræktin í bítið: best í heimi. Brölt á tinda: ekki gleyma ykkar manni!“ Eftirminnilegasta árið, rækilega myndað. Og skjalfest á Insta. Pirraður, ósofinn, viðskotaillur, fjarlægur, kaldur. Almennt ekki á staðnum. Hleypur í hringi, eltir á sér skottið. En nær aldrei í það. Konan segir stopp. Farin. Börnin segja stopp. Líta undan. Vinirnir segja stopp. Leita annað. Kannast einhver við þetta? Kannski kominn tími til að vakna? Gleðilegt ár, annars.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun