Vilja láta rannsaka áhrif snjallsímanotkunar barna Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. janúar 2018 11:29 Hluthafarnir tveir vilja að snjallsímanotkun barna og áhrif hennar verði könnuð. vísir/getty Tveir hluthafar í bandaríska tæknirisanum Apple hafa viðrað áhyggjur sínar um óhóflega notkun barna á snjallsímum og vilja hleypa af stað rannsókn til þess að kanna áhrifin sem hún kann að hafa. Frá þessu er greint á vef Bloomberg. Um er að ræða fjárfestingafélagið Jana Partners og California State Teachers‘ Retirement System, sem eiga hlut í Apple fyrir samtals um tvo milljarða dala. Þau hafa auk þess hvatt fyrirtækið til að koma á sérstakri vörn í síma barna sem gerir foreldrum kleift að stýra notkuninni betur. Segir í pósti frá félögunum, sem stílaður er á Apple, að grípa þurfi í taumana sem allra fyrst. Undanfarið hafi birst fjölmörg dæmi þess að aukin snjallsímanotkun barna leiði til andlegrar vanlíðan. Afleiðingarnar muni ekki einungis koma til með að hafa áhrif á Apple í framtíðinni, heldur samfélagið í heild. Það hefur verið töluverður vandræðagangur í starfsemi Apple undanfarið. Undir lok síðasta árs fundust þær kenningar staðfestar að fyrirtækið hægði viljandi á eldri gerðum síma. Þá var skömmu seinna greint frá því að öryggisgallar í örgjörvum frá Intel hefðu áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. Apple Tækni Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tveir hluthafar í bandaríska tæknirisanum Apple hafa viðrað áhyggjur sínar um óhóflega notkun barna á snjallsímum og vilja hleypa af stað rannsókn til þess að kanna áhrifin sem hún kann að hafa. Frá þessu er greint á vef Bloomberg. Um er að ræða fjárfestingafélagið Jana Partners og California State Teachers‘ Retirement System, sem eiga hlut í Apple fyrir samtals um tvo milljarða dala. Þau hafa auk þess hvatt fyrirtækið til að koma á sérstakri vörn í síma barna sem gerir foreldrum kleift að stýra notkuninni betur. Segir í pósti frá félögunum, sem stílaður er á Apple, að grípa þurfi í taumana sem allra fyrst. Undanfarið hafi birst fjölmörg dæmi þess að aukin snjallsímanotkun barna leiði til andlegrar vanlíðan. Afleiðingarnar muni ekki einungis koma til með að hafa áhrif á Apple í framtíðinni, heldur samfélagið í heild. Það hefur verið töluverður vandræðagangur í starfsemi Apple undanfarið. Undir lok síðasta árs fundust þær kenningar staðfestar að fyrirtækið hægði viljandi á eldri gerðum síma. Þá var skömmu seinna greint frá því að öryggisgallar í örgjörvum frá Intel hefðu áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur.
Apple Tækni Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49