Lofar lagasetningu til að sporna við fölskum fréttum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sporna við útbreiðslu falsfrétta í kringum kosningar í landinu. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lofað lagasetningu til að sporna við fölsum fréttum á internetinu í aðdraganda kosninga í landinu. Þetta kom fram í nýársræðu hans til blaðamanna í Élysée-höllinni í kvöld þar sem forsetinn sagðist vilja nýja löggjöf fyrir samfélagsmiðla í kringum kosningar til þess að vernda lýðræðið. Macron sagði að þess yrði ekki langt að bíða að frumvarp um þetta liti dagsins ljós en meginmarkmið laganna væri að sporna við útbreiðslu falskra frétta sem fara hratt um internetið, ekki síst í krafti samfélagsmiðla á borð við Facebook. Ný löggjöf um vefsíður myndi fela í sér meiri kröfur um gagnsæi vegna kostaðs efnis. Vefsíðurnar þyrftu þannig að gefa það upp hver eða hverjir væru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra auk þess sem hámark yrði sett á upphæðir kostað efni. Hvað varðar falskar fréttir sem birtast svo í kringum kosningar þá gætu einhvers konar neyðarlög leyft yfirvöldum að fjarlægja efnið eða jafnvel loka fyrir vefsíðuna sem birti það. „Ef við viljum vernda frjálslynd lýðræðisríki þá verðum við að vera sterk og hafa skýrar reglur,“ sagði Macron. Þá sagði hann að franska fjölmiðlaeftirlitið yrði eflt svo það gæti barist gegn hvers kyns tilraunum erlendra sjónvarpsstöðva til að stuðla að óstöðugleika. Macron hafði betur í frönsku forsetakosningunum í fyrra gegn Marine Le Pen. Í aðdraganda kosninganna varð hann sjálfur fyrir barðinu á fölskum fréttaflutningi þar sem því var haldið fram að hann ætti reikninga á aflandseyjum. Þá þurfti hann að neita sögusögnum að hann héldi fram hjá konunni sinni með karlmanni sem hann ætti í ástarsambandi við.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. 30. apríl 2017 14:30