Yfir 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöðina í Vík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 23:30 Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Vík í kvöld. Vísir Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18