Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálka sé á flestum leiðum á Suðurlandi og hálka og hálkublettir á Suðurlandi. Á Vestfjörðum hálka á vegum en snjóþekja norður í Árneshrepp. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru ófærar.
Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi og víða skafrenningur á fjallvegum.
Það er einnig snjóþekja eða hálka á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð á Vatnsskarði eystra. Ófært yfir Öxi og Breiðdalsheiði. Snjóþekja er með Suðausturlandi og éljagangur.Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir austan átt í dag, 10-15 metrum á sekúndu, en 18-25 syðst á landinu og við Öræfajökul. Dálítil él austanlands, slydda eða snjókoma fram eftir degi á Suðausturlandi, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum.
Austan og norðaustan 5-13 á morgun, en hvassara með suðurströndinni. Lítils háttar él um landið austanvert, en bjartviðri vestantil.
Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst.