Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 22:45 Eyþór tók strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir í grein sinni í Morgunblaðinu á mánudag. Vísir/Samsett mynd Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Twitter-notendur keppast nú við að sýna fram á mikilvægi strætisvagna í Reykjavík undir myllumerkinu #TómirVagnar. Myllumerkið er svar við grein eftir Eyþór Arnalds, sem gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Greinin birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. Í grein sinni, Reykvíkingar eiga betra skilið, gagnrýndi Eyþór borgaryfirvöld fyrir að setja hugmyndir um borgarlínu fram sem lausn við samgönguvandanum í Reykjavík og sagði yfirvöld jafnframt hafa „markvisst þrengt að fjölskyldubílnum.“ Þá tók Eyþór strætisvagna borgarinnar sérstaklega fyrir og vísaði þar í árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins sem ætlað var til samgöngubóta í Reykjavík. Borgaryfirvöld afþökkuðu framlagið árið 2013 og láta renna til reksturs Strætó. Fyrirkomulagið sagði Eyþór misheppnaða tilraun. „Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist.“ Twitter-notendur sem ferðast með strætó eru, að því er virðist, hreint ekki á því að tilraun borgaryfirvalda hafi mistekist. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, hvatti til notkunar á hinu kaldhæðnislega myllumerki #TómirVagnar sem sýna á fram á hversu margir taka í raun strætisvagna í Reykjavík.Ein pæling. (Sorrí með allt þetta borgardæmi)Væru notendur @straetobs til í að pósta myndum á samfélagsmiðlum af tómu vögnunum sínum? Nota jafnvel #TómirVagnar ??— Björn Teitsson (@bjornteits) January 18, 2018 Hér að neðan má svo sjá fleiri tíst undir myllumerkinu en Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var til að mynda einn þeirra sem svaraði með mynd af strætisvagni fullum af fólki. pic.twitter.com/j62RV7hM2m— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 18, 2018 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, lét sitt heldur ekki eftir liggja.#tomirvagnar pic.twitter.com/0aQNvuX3MF— Johannes Runarsson (@JRunarsson) January 18, 2018 Kristófer Alex skoraði á Eyþór að taka sjálfur einhvern tímann strætó.Eyþór Arnalds, frambjóðandi til oddvitasætis Sjálfstæðisflokksins, segir að í strætó séu #TómirVagnar. Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó. pic.twitter.com/KBnYylBYEJ— stófi (@KristoferAlex) January 18, 2018 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur spurði hvar tómu vagnana væri að finna.Vitið þið hvar maður finnur þessa tómu vagna? #tómirvagnar pic.twitter.com/eI2Kjwk1lP— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) January 18, 2018 Una deildi skjáskoti af leið númer 6, sem dreifð var víðsvegar um borgina.Þessir #tómirvagnar eru allir á leiðinni á Hlemm pic.twitter.com/qqBhxpBuJA— Una Hildardóttir (@unaballuna) January 18, 2018 Hér fyrir neðan má síðan sjá fleiri myndir úr Strætó teknar víðsvegar um borgina. #tomirvagnar
Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 09:52
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30