Kínverjar hafa ekki áhuga á Last Jedi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:20 Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira