Vegagerðin vaktar hættulegustu staði vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 13:05 Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Talsmaður Vegagerðarinnar segir meginmarkmið hennar að auka umferðaröryggi. Síðasta ár var eitt það versta í umferðinni á síðasta áratug en sextán manns létust í bílslysum og tæplega tvö hundruð manns slösuðust alvarlega. Sérfræðingur í umferðarmálum segir fjármagni ekki beint til úrbóta á hættulegustu vegaköflum landsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að einungis árið 2016 er verra hvað slys og dauðsföll í umferðinni varðar en árið í fyrra. En í fyrra slösuðust 184 alvarlega í umferðinni og sextán létust. Þessi tvö ár eru þau verstu á undanförnum tíu árum, en í fyrra létust fjórðungi fleiri í umferðinni en að meðaltali á síðasta áratug. Ólafur Guðmundsson tæknistjóri hjá EuroRap, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu segir í Fréttablaðinu að það sé sorglegt að fjármagni sem veitt sé til samgangna á Íslandi, sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. En það sé vegakaflar upp á samtals um 550 kílómetra. Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar segir Vegagerðina horfa sérstaklega til þeirra kafla í vegakerfinu þar sem mest er um slys, þá sérstaklega á umferðarmestu vegunum inn og út úr Reykjavík þótt það það hafi gengið hægar en margir vildu. „Er ég þá að vitna til tvöföldunar á Reykjanesbraut sem er auðvitað á dagskrá þótt við vitum ekki hvenær að því kemur. Tvöföldun á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og Kjalarnesið er til umræðu. En þetta gengur auðvitað mun hægar en menn gjarnan vildu,“ segir Magnús Valur. Vandinn sé meðal annars sá að samþykktar vegaáætlanir og fjárveitingar fari ekki alltaf saman. Þessi stóru verkefni séu öll í áætlunum Alþingis til 2026 en fjármagnið ráði för. Í drögum að vegaáætlun til 2021 sem lögð verði fyrir Alþingi í vor sé gert ráð fyrir framlögum til sumra þessara verkefna. Tuttugu og níu alvarleg umferðarslys hafa orðið á samanlagðri Hringbraut og Miklubraut á undanförnum tíu árum. Magnús Valur segir ekki reiknað með miklu fjármagni í þessa stofnbraut í gegnum borgina, þar sem borgin hafi lagt meiri áherslu á almenningssamgöngur, hjólreiðastíga og svo framvegis í gegnum vegaáætlanir. Því hafi verið lítið um framkvæmdir að hálfu Vegagerðarinnar í Reykjavík. „Sérstaklega þá kannski mislæg gatnamót. Fleiri mislæg gatnamót myndu vitanlega auka umferðaröryggi töluvert mikið,“ segir Magnús Valur. Ef ráðast ætti í öll stóru verkefnin í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring myndu þau kosta tugi milljarða króna. Vegagerðin fylgist mjög vel með hvar slysin verða og hvar hættulegir staðir séu í vegakerfinu. Þá séu sérstakar fjárveitingar til minni öryggisaðgerða sem fólk verði kannski ekki vart við. „Það eru nokkur hundruð milljónir á ári þar sem við reynum að lagfæra slysastaði eins og kostur er. Þannig að umferðaröryggi er í forgrunni hjá Vegagerðinni. Eitt af meginmarkmiðunum hjá okkur er að bæta umferðaröryggi. Það er nú bara þannig,“ segir Magnús Valur Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira