Myndband af björgunaraðgerðum á Mosfellsheiði: „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt“ Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 20:30 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði fjölda fólks sem sat fast í óveðri á Mosfellsheiði. Skyggni var einungis um tíu metrar. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld. Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29
Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15