Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2018 19:15 Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna. Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira