Um rysjótt gengi Huddersfield Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. janúar 2018 07:00 Eitt það hræðilegasta sem komið getur fyrir á Spáni er að Real Madríd tapi. Fjölmiðlar fara á hvolf og heimta hikstalaust að ný stórstjarna sé keypt frá Englandi og skiptir þá engu að ekki er þverfótað fyrir þeim nú þegar. Leikmenn eru leiddir fyrir myndavélar, líkt og gáleysi þeirra hafi valdið umhverfisslysi, og þeir látnir biðja stuðningsmenn velvirðingar en þeir eiga rétt á því að þeirra lið vinni alltaf. Við þetta má svo bæta að Real Madríd hefur, síðustu misseri, unnið alla þá titla sem hægt er að vinna en það er árangur sem þó verður að bæta. Menn kannast eflaust við módelið, þetta er komið frá heimtufrekju hluthafanna sem hellst hefur yfir heiminn. Þeir tylla sér í hreiður fyrirtækja og opna svo gogginn og skal stjórnin sjá til þess að hann verðir fylltur af góssi og það strax. Skiptir þá engu hvernig það er fengið eða hvaðan gott kemur. Þessir ungar þrútna fljótt, verða frekari til fjörsins og þá er hagstæðast að skaffarinn verði stærsta, eða bara eina, rándýrið í skóginum. Ég hef stundum þá trú að við sjálf séum farin að hugsa svona. Okkar Real Madríd er hagkerfið sem má aldrei slá af. Allt tal um slíkt er álitið helbert ábyrgðarleysi. En okkur er líka nokk sama hvernig ófreskjan eflist svo lengi sem hún gefur okkur gott veganesti í Costco. En svo þurfum við líka að sofa og þá er gott að gleyma því að ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti nokkra hnetti í viðbót til að afbera mannkynið. Svona getur lífið verið. Við æpum úr okkur lungun á Bernabeu neysluhyggjunnar en svo þarf kannski bara heimurinn á því að halda að Huddersfield vinni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Eitt það hræðilegasta sem komið getur fyrir á Spáni er að Real Madríd tapi. Fjölmiðlar fara á hvolf og heimta hikstalaust að ný stórstjarna sé keypt frá Englandi og skiptir þá engu að ekki er þverfótað fyrir þeim nú þegar. Leikmenn eru leiddir fyrir myndavélar, líkt og gáleysi þeirra hafi valdið umhverfisslysi, og þeir látnir biðja stuðningsmenn velvirðingar en þeir eiga rétt á því að þeirra lið vinni alltaf. Við þetta má svo bæta að Real Madríd hefur, síðustu misseri, unnið alla þá titla sem hægt er að vinna en það er árangur sem þó verður að bæta. Menn kannast eflaust við módelið, þetta er komið frá heimtufrekju hluthafanna sem hellst hefur yfir heiminn. Þeir tylla sér í hreiður fyrirtækja og opna svo gogginn og skal stjórnin sjá til þess að hann verðir fylltur af góssi og það strax. Skiptir þá engu hvernig það er fengið eða hvaðan gott kemur. Þessir ungar þrútna fljótt, verða frekari til fjörsins og þá er hagstæðast að skaffarinn verði stærsta, eða bara eina, rándýrið í skóginum. Ég hef stundum þá trú að við sjálf séum farin að hugsa svona. Okkar Real Madríd er hagkerfið sem má aldrei slá af. Allt tal um slíkt er álitið helbert ábyrgðarleysi. En okkur er líka nokk sama hvernig ófreskjan eflist svo lengi sem hún gefur okkur gott veganesti í Costco. En svo þurfum við líka að sofa og þá er gott að gleyma því að ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti nokkra hnetti í viðbót til að afbera mannkynið. Svona getur lífið verið. Við æpum úr okkur lungun á Bernabeu neysluhyggjunnar en svo þarf kannski bara heimurinn á því að halda að Huddersfield vinni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.