Tyrkir undirbúa árásir á Kúrda í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2018 11:53 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkir undirbúa nú að gera árás á Afrin hérað í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar ráða ríkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmiðið vera að hreinsa svæðið af „hryðjuverkamönnum“ og fer fram á stuðning Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa hins vegar veitt sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu. Erdogan segir að innrás í Afrin gæti hafist þá og þegar. Kúrdarnir sem stjórna Afrin kallast YPG og eru þeir álitnir vera hryðjuverkahópur í Tyrklandi og nátengdur Verkamannaflokki Kúrda. Bandaríkin hafa þó staðið við bakið á YPG og bandamönnum þeirra, sem mynda regnhlífarsamtökin SDF eða Syrian Democratic Forces og stjórna stórum hluta Sýrlands, í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu.Árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum Sýrlands og Tyrklands og skiptu þeir yfirráðasvæði Kúrda í tvennt.Tyrkir vilja reka Kúrda frá Afrin og sömuleiðis frá Manbij.Vísir/GraphicNewsErdogan segir hins vegar að hann búist við stuðningi Bandaríkjanna gegn YPG í Afrin.„Ef hryðjuverkamennirnir í Afrin gefast ekki upp munum við rífa þá niður,“ sagði Erdogan við tyrkneska þingmenn um helgina. Kúrdar í Afrin segja að þeir munu vera svæðið og ætli sér ekki að gefast upp. Þá saka þeir Tyrki um að brjóta á rétti Sýrlendinga og að grafa undan alþjóðlegri viðleitni til að finna lausn á átökunum þar í landi. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkin vinni nú með SDF að því að þjálfa um 30 þúsund landamæraverði í Sýrlandi. Talsmaður Erdogan sagði í dag að það væri óboðlegt og að Bandaríkin væru að reyna að auka trúverðugleika og lögmæti SDF til að stjórna svæði í Sýrlandi. Tyrkir gætu ekki og myndu ekki sætta sig við það. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11 Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tyrkir undirbúa nú að gera árás á Afrin hérað í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar ráða ríkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmiðið vera að hreinsa svæðið af „hryðjuverkamönnum“ og fer fram á stuðning Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa hins vegar veitt sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu. Erdogan segir að innrás í Afrin gæti hafist þá og þegar. Kúrdarnir sem stjórna Afrin kallast YPG og eru þeir álitnir vera hryðjuverkahópur í Tyrklandi og nátengdur Verkamannaflokki Kúrda. Bandaríkin hafa þó staðið við bakið á YPG og bandamönnum þeirra, sem mynda regnhlífarsamtökin SDF eða Syrian Democratic Forces og stjórna stórum hluta Sýrlands, í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu.Árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum Sýrlands og Tyrklands og skiptu þeir yfirráðasvæði Kúrda í tvennt.Tyrkir vilja reka Kúrda frá Afrin og sömuleiðis frá Manbij.Vísir/GraphicNewsErdogan segir hins vegar að hann búist við stuðningi Bandaríkjanna gegn YPG í Afrin.„Ef hryðjuverkamennirnir í Afrin gefast ekki upp munum við rífa þá niður,“ sagði Erdogan við tyrkneska þingmenn um helgina. Kúrdar í Afrin segja að þeir munu vera svæðið og ætli sér ekki að gefast upp. Þá saka þeir Tyrki um að brjóta á rétti Sýrlendinga og að grafa undan alþjóðlegri viðleitni til að finna lausn á átökunum þar í landi. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkin vinni nú með SDF að því að þjálfa um 30 þúsund landamæraverði í Sýrlandi. Talsmaður Erdogan sagði í dag að það væri óboðlegt og að Bandaríkin væru að reyna að auka trúverðugleika og lögmæti SDF til að stjórna svæði í Sýrlandi. Tyrkir gætu ekki og myndu ekki sætta sig við það.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11 Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57
Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28
Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11
Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00
Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15