Nýársheit Lára G. Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2018 07:00 Íslendinga vantar aga, sagði konan frá Perú sem kom á stofuna til mín um daginn. Hún ólst upp við mikla fátækt og eina von hennar til að stíga upp úr fátæktinni var að mennta sig. En menntavegurinn var ekki greiðfær. Hún þurfti sjálfsaga til að ná markmiðum sínum. Orð hennar ýttu við mér því sjálf hef ég verið agalaus síðustu vikurnar. Finnst erfitt að vakna í myrkrinu og upplifi mig fyrir vikið sem óheflaðan ungling. Við það að setja sjálfa mig út af sakramentinu leitaði ég skýringa á agaleysinu sem á það til að hellast yfir. Taugasérfræðingurinn Antonio Damasio hefur rannsakað tilfinningar og hegðun í yfir 30 ár. Hann sýndi fram á að fólk sem er með skemmd á tilfinningasvæðum heilans og upplifir ekki tilfinningar á eitt sameiginlegt. Það getur ekki tekið ákvarðanir. Það getur rökstutt kosti og galla en ekki tekið ákvörðun, t.d. hvort hafa eigi kalkún eða kjúkling í matinn. Samkvæmt Damasio stjórna tilfinningar langflestum ákvörðunum okkar, eins og þegar maður ákveður að sofa aðeins lengur. Sú staðreynd að við látum tilfinningar stjórna ákvörðunum okkar ætti ekki að koma á óvart. Stærsti hluti heilastarfseminnar er lagður undir frumstæðar hvatir, tilfinningar og svo framvegis. Framheilinn, sá hluti heilans þar sem rökhugsun á sér stað, er í miklum minnihluta. Hann er einungis 8% af heilanum. Mitt nýársheit er að vakna hress á morgnana. Vitandi að það er eðlilegt að líða þannig að mann langi helst til að sofa lengur en til að breyta hegðun á nýju ári verð ég að senda tilfinninguna um að sofa lengur í aftursætið og setja agann undir stýrið. Ég óska lesendum velfarnaðar og gæfu á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Íslendinga vantar aga, sagði konan frá Perú sem kom á stofuna til mín um daginn. Hún ólst upp við mikla fátækt og eina von hennar til að stíga upp úr fátæktinni var að mennta sig. En menntavegurinn var ekki greiðfær. Hún þurfti sjálfsaga til að ná markmiðum sínum. Orð hennar ýttu við mér því sjálf hef ég verið agalaus síðustu vikurnar. Finnst erfitt að vakna í myrkrinu og upplifi mig fyrir vikið sem óheflaðan ungling. Við það að setja sjálfa mig út af sakramentinu leitaði ég skýringa á agaleysinu sem á það til að hellast yfir. Taugasérfræðingurinn Antonio Damasio hefur rannsakað tilfinningar og hegðun í yfir 30 ár. Hann sýndi fram á að fólk sem er með skemmd á tilfinningasvæðum heilans og upplifir ekki tilfinningar á eitt sameiginlegt. Það getur ekki tekið ákvarðanir. Það getur rökstutt kosti og galla en ekki tekið ákvörðun, t.d. hvort hafa eigi kalkún eða kjúkling í matinn. Samkvæmt Damasio stjórna tilfinningar langflestum ákvörðunum okkar, eins og þegar maður ákveður að sofa aðeins lengur. Sú staðreynd að við látum tilfinningar stjórna ákvörðunum okkar ætti ekki að koma á óvart. Stærsti hluti heilastarfseminnar er lagður undir frumstæðar hvatir, tilfinningar og svo framvegis. Framheilinn, sá hluti heilans þar sem rökhugsun á sér stað, er í miklum minnihluta. Hann er einungis 8% af heilanum. Mitt nýársheit er að vakna hress á morgnana. Vitandi að það er eðlilegt að líða þannig að mann langi helst til að sofa lengur en til að breyta hegðun á nýju ári verð ég að senda tilfinninguna um að sofa lengur í aftursætið og setja agann undir stýrið. Ég óska lesendum velfarnaðar og gæfu á nýju ári.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun