Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:07 Taka þarf kolaorkuver um allan heim úr notkun á allra næstu árum ef menn ætla að draga nógu mikið úr losun á gróðurhúsalofttegundum til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vísir/AFP Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila