Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður Magnúsdóttir landsliðskona greindi frá vafasömum samskiptum norsks þjálfara við sig í gær. KSÍ Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. Lýsing Hólmfríðar á samskiptum sínum við þjálfara sinn í Noregi vakti mikla athygli enda saga hennar dæmi um hræðilegt hlutskipti leikmanns í samskiptum við þjálfara sinn. Frásögn Hólmfríðar var birtist ekki undir nafni en mbl.is fékk síðar leyfi hennar til að segja frá því að þetta væri hennar reynslusaga. Hólmfríður sagði þar frá því hvernig hún hefði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum hjá Avaldsnes en það endaði með að þjálfarinn var á endanum látinn fara. Hólmfríður segir líka frá eftirmálunum og hvernig henni líður þegar hún óttast um að hitta hann aftur. Norska ríkisútvarpið, NRK, fjallar um málið og hafa blaðamenn NRK sóst eftir viðbrögðum frá þeim sem tengdust Avaldsnes á þessum tíma. Þar á meðal þjálfaranum sem var þó aldrei nefndur á nafn í frásögn Hólmfríðar. Hólmfríður vildi ekki veit NRK viðtal vegna málsins en Helge Graad, formaður Avaldsnes, staðfesti við norska ríkisútvarpið að hann þekkti mál Hólmfríðar. Graad er á því að félagið hafi reynt af vinna úr því af fagmennsku sem hafi endað með að þjálfarinn var látinn fara.Mynd/Heimasíða NRKArne Utvik, formaður kvennadeildar Avaldsnes, segist hafa sett pressu á að þjálfarinn yrði rekinn vegna áreitis í garð Hólmfríðar og upplýsir jafnframt að hann hafi séð hluta af þeim skilaboðum sem þjálfarinn sendi Hólmfríði á sínum tíma. Helge Graad, formaður Avaldsnes, staðfestir í samtali við norska ríkisútvarpið að hann þekki til sögu Hólmfríðar. Hann segir að þegar málið hafi komið upp hafi félagið reynt að vinna úr því fagmannlega og að niðurstaðan hafi verið að sú að þjálfarinn hafi verið látinn fara. Arne Utvik, formaður kvennadeildar Avaldsnes, segir sömuleiðis að hann þekki til sögu Hólmfríðar. Hann segist hafa viljað að þjálfarinn yrði rekinn vegna þessa stanslausa áreitt í garð Hólmfríðar. Utvik þekkti vel til málsins og sagðist hafa séð skilaboð sem þjálfarinn sendi Hólmfríði á sínum tíma. Þjálfarinn sendi Hólmfríði óviðeigandi myndir og myndbönd og þar voru komin mjög skýr sönnunargögn um áreiti og framkomu þjálfarans. Aðrir leikmenn Avaldsnes frá þessum tíma hafa ekki viljað tjá sig um mál Hólmfríðar og ekki náðist í umræddan þjálfana. Lögmaður þjálfarans sendi þó NRK smáskilaboð þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um kjaftasögur. Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. Lýsing Hólmfríðar á samskiptum sínum við þjálfara sinn í Noregi vakti mikla athygli enda saga hennar dæmi um hræðilegt hlutskipti leikmanns í samskiptum við þjálfara sinn. Frásögn Hólmfríðar var birtist ekki undir nafni en mbl.is fékk síðar leyfi hennar til að segja frá því að þetta væri hennar reynslusaga. Hólmfríður sagði þar frá því hvernig hún hefði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum hjá Avaldsnes en það endaði með að þjálfarinn var á endanum látinn fara. Hólmfríður segir líka frá eftirmálunum og hvernig henni líður þegar hún óttast um að hitta hann aftur. Norska ríkisútvarpið, NRK, fjallar um málið og hafa blaðamenn NRK sóst eftir viðbrögðum frá þeim sem tengdust Avaldsnes á þessum tíma. Þar á meðal þjálfaranum sem var þó aldrei nefndur á nafn í frásögn Hólmfríðar. Hólmfríður vildi ekki veit NRK viðtal vegna málsins en Helge Graad, formaður Avaldsnes, staðfesti við norska ríkisútvarpið að hann þekkti mál Hólmfríðar. Graad er á því að félagið hafi reynt af vinna úr því af fagmennsku sem hafi endað með að þjálfarinn var látinn fara.Mynd/Heimasíða NRKArne Utvik, formaður kvennadeildar Avaldsnes, segist hafa sett pressu á að þjálfarinn yrði rekinn vegna áreitis í garð Hólmfríðar og upplýsir jafnframt að hann hafi séð hluta af þeim skilaboðum sem þjálfarinn sendi Hólmfríði á sínum tíma. Helge Graad, formaður Avaldsnes, staðfestir í samtali við norska ríkisútvarpið að hann þekki til sögu Hólmfríðar. Hann segir að þegar málið hafi komið upp hafi félagið reynt að vinna úr því fagmannlega og að niðurstaðan hafi verið að sú að þjálfarinn hafi verið látinn fara. Arne Utvik, formaður kvennadeildar Avaldsnes, segir sömuleiðis að hann þekki til sögu Hólmfríðar. Hann segist hafa viljað að þjálfarinn yrði rekinn vegna þessa stanslausa áreitt í garð Hólmfríðar. Utvik þekkti vel til málsins og sagðist hafa séð skilaboð sem þjálfarinn sendi Hólmfríði á sínum tíma. Þjálfarinn sendi Hólmfríði óviðeigandi myndir og myndbönd og þar voru komin mjög skýr sönnunargögn um áreiti og framkomu þjálfarans. Aðrir leikmenn Avaldsnes frá þessum tíma hafa ekki viljað tjá sig um mál Hólmfríðar og ekki náðist í umræddan þjálfana. Lögmaður þjálfarans sendi þó NRK smáskilaboð þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um kjaftasögur.
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00