Trúa ekki á guð en vilja samt fermast öll saman Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2018 07:00 Embla Einarsdóttir ákvað að fermast borgaralega með vinum sínum. mynd/anton brink „Það trúir bara eiginlega enginn á guð, og okkur fannst gaman að prófa þetta og gera það saman, því við erum öll vinir sem erum í þessu,“ segir Embla Einarsdóttir fermingarbarn. Embla segir stóran hluta skólasystkina sinna vilja fermast borgaralega. Hún segir krakkana hafa rætt það þó nokkuð hvers vegna þau völdu að fermast borgaralega, en ekki í kirkju. „Mig langaði ekki að sleppa því að ferma mig, en mig langaði ekki að gera það kristilega. Ég trúi ekki beinlínis á guð, ég trúi á minn eigin guð, og ég er líka svolítið fyrir pakka,“ segir Embla. Hún skoðaði hvernig borgaraleg ferming fer fram og ákvað sig að því loknu. „Mér fannst það mjög spennandi. Fræðslan þar er eitthvað sem mér fannst geta nýst mér í framtíðinni. Hitt er bara að læra um guð og Jesú. Ég var ekki beint alin upp við að trúa á guð, en ég held að föðurfjölskyldan trúi á guð.“ Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánHún segir fjölskylduna vera byrjaða að undirbúa veisluna og er nú þegar búin að hugsa um hvað fólk geti gefið henni í fermingargjöf. „Mig langar mikið að fara til útlanda, eða fá sjónvarp.“ Embla segir að sig gruni að hún fari að heimsækja frænda sinn í New York, en sig langi einnig að fara til Danmerkur. „Besta vinkona mín býr þar. Mér finnst mjög gaman að vera þar. En mig hefur alltaf langað líka að prófa að fara út fyrir Evrópu og sjá hvernig það er þar. “ Í ár eru 462 börn skráð í fermingarfræðslu hjá Siðmennt. Talsverð fjölgun er frá því í fyrra, en þá fermdust 376 börn borgaralega. Fjölgunin er því 23 prósent. Frá því að Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu á Íslandi árið 1989 hafa tæplega 3.400 einstaklingar fermst þar. Talsverð fjölgun hefur verið utan höfuðborgarsvæðisins síðustu ár, sérstaklega á Norðurlandi, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Í fermingarfræðslu Siðmenntar er lögð áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. „Fermingarfræðslan hófst núna á mánudaginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru helgarnámskeið utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Í ár verða fjórtán athafnir um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sjö athafnir í Reykjavík, Kópavogi og í Garðabæ í fyrsta skipti. Á Norðurlandi verða athafnir bæði á Akureyri og Húsavík. Í fyrsta skipti verður haldin sérstök athöfn á Ísafirði. Að auki verða athafnir á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
„Það trúir bara eiginlega enginn á guð, og okkur fannst gaman að prófa þetta og gera það saman, því við erum öll vinir sem erum í þessu,“ segir Embla Einarsdóttir fermingarbarn. Embla segir stóran hluta skólasystkina sinna vilja fermast borgaralega. Hún segir krakkana hafa rætt það þó nokkuð hvers vegna þau völdu að fermast borgaralega, en ekki í kirkju. „Mig langaði ekki að sleppa því að ferma mig, en mig langaði ekki að gera það kristilega. Ég trúi ekki beinlínis á guð, ég trúi á minn eigin guð, og ég er líka svolítið fyrir pakka,“ segir Embla. Hún skoðaði hvernig borgaraleg ferming fer fram og ákvað sig að því loknu. „Mér fannst það mjög spennandi. Fræðslan þar er eitthvað sem mér fannst geta nýst mér í framtíðinni. Hitt er bara að læra um guð og Jesú. Ég var ekki beint alin upp við að trúa á guð, en ég held að föðurfjölskyldan trúi á guð.“ Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánHún segir fjölskylduna vera byrjaða að undirbúa veisluna og er nú þegar búin að hugsa um hvað fólk geti gefið henni í fermingargjöf. „Mig langar mikið að fara til útlanda, eða fá sjónvarp.“ Embla segir að sig gruni að hún fari að heimsækja frænda sinn í New York, en sig langi einnig að fara til Danmerkur. „Besta vinkona mín býr þar. Mér finnst mjög gaman að vera þar. En mig hefur alltaf langað líka að prófa að fara út fyrir Evrópu og sjá hvernig það er þar. “ Í ár eru 462 börn skráð í fermingarfræðslu hjá Siðmennt. Talsverð fjölgun er frá því í fyrra, en þá fermdust 376 börn borgaralega. Fjölgunin er því 23 prósent. Frá því að Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu á Íslandi árið 1989 hafa tæplega 3.400 einstaklingar fermst þar. Talsverð fjölgun hefur verið utan höfuðborgarsvæðisins síðustu ár, sérstaklega á Norðurlandi, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Í fermingarfræðslu Siðmenntar er lögð áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. „Fermingarfræðslan hófst núna á mánudaginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru helgarnámskeið utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Í ár verða fjórtán athafnir um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sjö athafnir í Reykjavík, Kópavogi og í Garðabæ í fyrsta skipti. Á Norðurlandi verða athafnir bæði á Akureyri og Húsavík. Í fyrsta skipti verður haldin sérstök athöfn á Ísafirði. Að auki verða athafnir á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira