Á ekki að þurfa banaslys til að koma í veg fyrir þau Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 11:00 Banaslys varð á Kjalarnesi í síðustu viku þar sem 37 ára karlmaður, búsettur á Akranesi, lét lífið. Vísir/Ernir „Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
„Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira