Á ekki að þurfa banaslys til að koma í veg fyrir þau Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 11:00 Banaslys varð á Kjalarnesi í síðustu viku þar sem 37 ára karlmaður, búsettur á Akranesi, lét lífið. Vísir/Ernir „Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira