Minnihlutinn í Garðabæ íhugar sameiginlegt framboð Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 10:39 Minnihlutinn í Garðabæ ræddi sameiginlegt framboð fyrir síðustu kosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði á síðustu stundu. Vísir Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira