Hlýnun ógnar Þingvallasilungi Baldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Hilmar Malmquist líffræðingur kynnir niðurstöður sínar í HÍ síðdegis. vísir/arnþór „Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira