Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2018 08:45 Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja seinnipart sumars. Fær hún nafnð Vilborg? Vegagerðin Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu. Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu.
Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira