Domino's Körfuboltakvöld: Klókt bragð hjá Borche │Dómararnir eiga ekki að skipta sér af stúkunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 22:30 Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00