Áfram sama sykurmagn í klassísku kóki Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Svona líta sykurmolarnir 54 í kóklítranum út. vísir/anton brink Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira