Áfram sama sykurmagn í klassísku kóki Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Svona líta sykurmolarnir 54 í kóklítranum út. vísir/anton brink Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira