Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2018 16:50 Meðal þess sem gagnrýnt hefur er að maðurinn var hafður meðal hættulegra brotamanna á Litla Hrauni, en það er samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns hans, að sögn Páls Winkel. Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri undrast gagnrýni sem lögmaður fangans sem varð fyrir hrottafenginni árás á Litla Hrauni hefur sett fram. Fanginn, sem er ungur hælisleitandi, er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði hvar hann er í gæsluvarðahaldi. Hann var fluttur þangað þegar í gær. Hann er illa slasaður, nefbrotinn og marinn, en furðu vel á sig kominn miðað við hversu alvarleg árásin var. Og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu um fimm tímum eftir að hann kom þangað.Á Litla Hrauni samkvæmt beiðni lögmanns Páll og fangelsisyfirvöld hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna málsins, meðal annars frá lögmanni mannsins. Gerðar hafa verið athugasemdir við það að hann hafi verið vistaður meðal hættulegra brotamanna sem og það að hafa verið fluttur og hafður þeirra á meðal á Litla Hraun. En, áður hafði fanginn verið í fangelsinu í Hólmsheiði hvar hann undi hag sínum illa. „Ástæðan fyrir því að hann var fluttur á Litla Hraun var samkvæmt skriflegri beiðni lögmanns fangans,“ segir Páll. Hann segir að ekki liggja fyrir hvers vegna hópur fanga tók sig til og réðst á manninn, en vísar frekari spurningum þar um til lögreglunnar sem er með málið til rannsóknar.Ekki svigrúm til að kalla til túlkÍ fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lilja Margrét Olsen, verjandi mannsins og hún segir kerfið hafa algerlega brugðist hinum unga manni. Þá gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig tekið var á málinu eftir árásina. Að hann hafi ekki notið túlkaþjónustu á sjúkrahúsinu. Spurður um það atriði segir Páll það eiga sér afar eðlilegar skýringar. „Árásin átti sér stað 16:20. Ellefu mínútum síðar voru sjúkraflutningsmenn komnir á vettvang og hann kominn undir læknishendur á spítala tuttugu mínútum síðar. Það hefði verið fullkomlega óábyrgt að bíða með þá þjónustu uns fengist hefði túlkur. Það var í algjörum forgangi hjá okkur að tryggja heilsu hans.“ Páll bætir því við sjálfsagt og eðlilegt sé að þeir sem eigi í samskiptum við kerfið njóti túlkaþjónustu en bendir þó á að fanginn hafi átt í samskiptum við fangaverði, samfanga, kennara og aðra starfsmenn fangelsiskerfisins án aðstoðar túlks, á ensku, án vandkvæða.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00