Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:45 Justin Timberlake er hér lengst til vinstri ásamt þeim Kate Winslet, Woody Allen, Juno Temple og Jim Belushi á frumsýningu myndar Allen Wonder Wheel þar sem Timberlake fer með eitt aðalhlutverkið. vísir/getty Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi. MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi.
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42