Eins og sjá má á þessu korti Vegagerðarinnar er Víkurskarð lokað fyrir allri umferð.vegagerðin
Veginum um Víkurskarð hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega.
Mikill fjöldi bíla situr fastur í skarðinu vegna slæmrar færðar og skyggnis og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til aðstoðar. Lögreglan bendir fólki á að fara um Dalsmynni þurfi það nauðsynlega að vera á ferðinni.