Forseti sænska knattspyrnusambandsins: Hefði í raun átt að vera ómögulegt fyrir Ísland að komast á HM Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2018 14:24 Karl-Erik Nilsson hitti á föstudaginn Guðna Th. Jóhannesson forseta í Stokkhólmi þegar forsetinn var þar í opinberri heimsókn. Nilsson nýtti tækifærið og afhenti Guðna íslenska treyju sænska landsliðsins með eftirnafni forsetans á bakhliðinni. Vísir/Atli Karl-Erik Nilsson, formaður sænska knattspyrnusambandsins, segir að það hefði í raun átt að vera ómögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið að komast upp úr riðlinum og tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. „Eftir að hafa lent í riðli með Króötum, Tyrkjum og Úkraínumönnum... Þeir stóðu sig virkilega vel að hafa unnið þann riðil. Ótrúlega sterkt. Ég hélt að Íslendingar myndu mögulega eiga erfitt uppdráttar í undankeppninni eftir frammistöðuna á Evrópumótinu í Frakklandi 2016, en svo reyndist alls ekki vera. Í ljós kom að liðið hélt sama, háa „standard“ og náði frábærum árangri. Það er bara að óska Íslendingum til hamingju og taka ofan fyrir íslenskum fótbolta.“ Nilsson hefur gegnt embætti formanns sænska knattspyrnusambandsins frá árinu 2012. Hann hafði á árum áður starfað sem knattspyrnudómari, en lagði flautuna á hilluna árið 2002 og hóf þá störf meðal annars innan knattspyrnusambandsins.Afhenti Guðna forseta treyjuNilsson hitti á föstudaginn Guðna Th. Jóhannesson forseta í Stokkhólmi þegar forsetinn var þar í opinberri heimsókn. Nilsson nýtti tækifærið og afhenti Guðna treyju sænska landsliðsins með eftirnafni forsetans á bakhliðinni.Íslendingar fagna HM-sætinu eftir sigur á Kósóvó síðasta haust.Vísir/AFPSvíar voru svartsýnirNilsson kveðst mjög ánægður með þátttöku Norðurlandanna á heimsmeistaramótinu sem framundan er. „Það er alveg frábær þátttakan frá Norðurlöndum í þetta skiptið. Þrettán lið frá Evrópu taka þátt og þar af þrjú frá Norðurlöndum – Svíþjóð, Ísland og Danmörk. Það er frábært, mjög vel gert.“ Hann segist hlakka til mótsins og að Svíar séu sjálfir bjartsýnir. „Þegar við hófum undankeppnina, í riðli með Frökkum og Hollendingum, þá voru fáir sem höfðu trú á að við gætum komist upp úr riðlinum. Svo gekk okkur mun betur í undankeppninni en búist var við. Við náðum öðru sætinu og sátum svo uppi með Svarta-Pétur þegar dregið var í umspilinu og við fengum Ítalina. Þá misstu margir trúna aftur en svo unnum við stórkostlegan sigur á þeim í tveimur leikjum. Virkilega ánægjulegt,“ segir Nilsson og kveðst hlakka til mótsins.Gætu einnig orðið fjölmennir á HM 2019Nilsson segir að svo gæti farið að Norðurlöndin verði einnig fjölmenn á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. „Það gengur vel hjá Svíum í undankeppninni og Íslendingum sömuleiðis. Það gæti farið svo að Norðurlöndin muni þá einnig senda sterka fulltrúa til leiks. Í Svíþjóð er meiri hefð fyrir góðum árangri kvennalandsliðsins. Hjá karlalandsliðinu er samkeppnin meiri og færri sæti í boði. En þetta er frábært að fylgjast með frammistöðu sænsku og íslensku liðanna, bæði kvenna og karlamegin.“Guðni Th. Jóhannesson afhenti forseta sænska knattspyrnusambandsins tvær innpakkaðar gjafir.Vísir/AtliVekur athygli um allan heimNilson telur víst að árangur Íslands á knattspyrnuvellinum hafi ekki einungis vakið athygli í Svíþjóð og öðrum nágrannalöndum, heldur alls staðar í heiminum. „Hvernig Íslendingar – með takmarkaðar bjargir, það er þegar kemur að mannfjölda og þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir með þessar veðuraðstæður þarna í norðri – það er virkilega vel gert. Þetta þýðir að menn hafa sett sér markmið og unnið markvisst að því að ná þeim. Það eru menntaðir þjálfarar og innviðir hafa verið byggðir upp. Þetta snýst ekki um heppni. Menn bera mikla virðingu fyrir því starfi sem þar hefur verið unnið.“ Nilson segist hafa rætt við Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfara íslenska karlaliðsins, um knattspyrnustarfið sem fram fer á Íslandi. „Við þekkjum auðvitað Lagerbäck vel og hann á sér djúpar rætur innan sænsku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég held að allir Svíar sem fylgjast með fótbolta halda fyrst og fremst með Svíþjóð, og svo var vel fylgst með Íslandi þegar Lars stýrði liðinu. Við berum miklar tilfinningar í garð okkar norrænu nágranna þegar kemur að landsliðsfótboltanum.“Guðbjörg Gunnarsdóttir með vörslu á EM í Hollandi síðasta sumar.Vísir/AFPSamskiptin við fjölmiðlaLagerbäck minntist á sínum tíma á samskipti sín við fjölmiðla og að samband sitt við íslenska fjölmiðla hafi verið betri en samskiptin við þá sænsku. Sagði hann íslenska fjölmiðla ekki hafa farið með ósannindi þegar kæmi að umfjöllun um landsliðið, öfugt við suma sænska fjölmiðla. Aðspurður hvort Nilsson telji að sænskir fjölmiðlar hafi breyst eftir að Lars sendi þeim sneið segir hann að málið snúi meðal annars að því að ólíkir persónuleikar þrífist með ólíkum hætti í ólíku umhverfi. „En ég held að menn verði að hafa í huga árangur stýrir að stórum hluta [umfjöllun fjölmiða]. Gangi vel verður umfjöllunin oft jákvæðari og samskiptin betri. Gengur verr kemur gagnrýnin og það skapar núning í samskiptunum. En í heildina finnst mér við vera með sanngjarna fjölmiðla í Svíþjóð,“ segir Nilsson og bendir á að fjölmiðlar í mörgum öðrum löndum séu mun óvægari í umfjöllun sinni um fótbolta. Þá eigum við að vera þakklátir fyrir þann áhuga sem fjölmiðlar sýna knattspyrnunni.Svíar unnu frækinn sigur á Ítölum í umspilinu um laust sæti á HM fyrr í vetur.Vísir/AFPÍslendingar í Allsvenskan mikils metnirNilsson starfaði um árabil sem dómari í sænsku deildinni og komst þar í kynni við fjölmarga íslenska leikmenn. „Þetta voru skemmtilegir tímar og þeir Íslendingar sem spiluðu í deildinni voru margir mjög orkumiklir, ástríðufullir og einstaklega trúir liðum sínum og samherjum. Íslendingar sem spila í Svíþjóð hafa jafnan verið mjög mikils metnir.“ Nilson segir að sænska og íslenska knattspyrnusambandið hafi lengi unnið náið saman að ýmsum verkefnum. „Við hittumst reglulega, forsetar sambandanna, og ræðum málin. Svo fara auðvitað fram norræn ungmennamót. Þeir sem hafa með keppnismál að gera hittast. Þeir sem sinna dómaramálum hittast. Þeir sem hafa með lagahlið knattspyrnunnar að gera hittast. Ég mun sjálfur hitta minn góða vin, Guðna Bergsson [formann KSÍ], Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] og allt gengið í byrjun maí. Þá mun ég einnig hitta Håkan Juholt [sendiherra Svíþjóðar á Íslandi] sem skipuleggur nú ýmis fótboltatengd verkefni og atburði í aðdraganda og þegar HM stendur yfir. Það er gaman og mikilvægt að ríkið komi þannig að knattspyrnunni,“ segir Nilsson. Forseti Íslands Fótbolti á Norðurlöndum Viðtal Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira
Karl-Erik Nilsson, formaður sænska knattspyrnusambandsins, segir að það hefði í raun átt að vera ómögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið að komast upp úr riðlinum og tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. „Eftir að hafa lent í riðli með Króötum, Tyrkjum og Úkraínumönnum... Þeir stóðu sig virkilega vel að hafa unnið þann riðil. Ótrúlega sterkt. Ég hélt að Íslendingar myndu mögulega eiga erfitt uppdráttar í undankeppninni eftir frammistöðuna á Evrópumótinu í Frakklandi 2016, en svo reyndist alls ekki vera. Í ljós kom að liðið hélt sama, háa „standard“ og náði frábærum árangri. Það er bara að óska Íslendingum til hamingju og taka ofan fyrir íslenskum fótbolta.“ Nilsson hefur gegnt embætti formanns sænska knattspyrnusambandsins frá árinu 2012. Hann hafði á árum áður starfað sem knattspyrnudómari, en lagði flautuna á hilluna árið 2002 og hóf þá störf meðal annars innan knattspyrnusambandsins.Afhenti Guðna forseta treyjuNilsson hitti á föstudaginn Guðna Th. Jóhannesson forseta í Stokkhólmi þegar forsetinn var þar í opinberri heimsókn. Nilsson nýtti tækifærið og afhenti Guðna treyju sænska landsliðsins með eftirnafni forsetans á bakhliðinni.Íslendingar fagna HM-sætinu eftir sigur á Kósóvó síðasta haust.Vísir/AFPSvíar voru svartsýnirNilsson kveðst mjög ánægður með þátttöku Norðurlandanna á heimsmeistaramótinu sem framundan er. „Það er alveg frábær þátttakan frá Norðurlöndum í þetta skiptið. Þrettán lið frá Evrópu taka þátt og þar af þrjú frá Norðurlöndum – Svíþjóð, Ísland og Danmörk. Það er frábært, mjög vel gert.“ Hann segist hlakka til mótsins og að Svíar séu sjálfir bjartsýnir. „Þegar við hófum undankeppnina, í riðli með Frökkum og Hollendingum, þá voru fáir sem höfðu trú á að við gætum komist upp úr riðlinum. Svo gekk okkur mun betur í undankeppninni en búist var við. Við náðum öðru sætinu og sátum svo uppi með Svarta-Pétur þegar dregið var í umspilinu og við fengum Ítalina. Þá misstu margir trúna aftur en svo unnum við stórkostlegan sigur á þeim í tveimur leikjum. Virkilega ánægjulegt,“ segir Nilsson og kveðst hlakka til mótsins.Gætu einnig orðið fjölmennir á HM 2019Nilsson segir að svo gæti farið að Norðurlöndin verði einnig fjölmenn á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. „Það gengur vel hjá Svíum í undankeppninni og Íslendingum sömuleiðis. Það gæti farið svo að Norðurlöndin muni þá einnig senda sterka fulltrúa til leiks. Í Svíþjóð er meiri hefð fyrir góðum árangri kvennalandsliðsins. Hjá karlalandsliðinu er samkeppnin meiri og færri sæti í boði. En þetta er frábært að fylgjast með frammistöðu sænsku og íslensku liðanna, bæði kvenna og karlamegin.“Guðni Th. Jóhannesson afhenti forseta sænska knattspyrnusambandsins tvær innpakkaðar gjafir.Vísir/AtliVekur athygli um allan heimNilson telur víst að árangur Íslands á knattspyrnuvellinum hafi ekki einungis vakið athygli í Svíþjóð og öðrum nágrannalöndum, heldur alls staðar í heiminum. „Hvernig Íslendingar – með takmarkaðar bjargir, það er þegar kemur að mannfjölda og þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir með þessar veðuraðstæður þarna í norðri – það er virkilega vel gert. Þetta þýðir að menn hafa sett sér markmið og unnið markvisst að því að ná þeim. Það eru menntaðir þjálfarar og innviðir hafa verið byggðir upp. Þetta snýst ekki um heppni. Menn bera mikla virðingu fyrir því starfi sem þar hefur verið unnið.“ Nilson segist hafa rætt við Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfara íslenska karlaliðsins, um knattspyrnustarfið sem fram fer á Íslandi. „Við þekkjum auðvitað Lagerbäck vel og hann á sér djúpar rætur innan sænsku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég held að allir Svíar sem fylgjast með fótbolta halda fyrst og fremst með Svíþjóð, og svo var vel fylgst með Íslandi þegar Lars stýrði liðinu. Við berum miklar tilfinningar í garð okkar norrænu nágranna þegar kemur að landsliðsfótboltanum.“Guðbjörg Gunnarsdóttir með vörslu á EM í Hollandi síðasta sumar.Vísir/AFPSamskiptin við fjölmiðlaLagerbäck minntist á sínum tíma á samskipti sín við fjölmiðla og að samband sitt við íslenska fjölmiðla hafi verið betri en samskiptin við þá sænsku. Sagði hann íslenska fjölmiðla ekki hafa farið með ósannindi þegar kæmi að umfjöllun um landsliðið, öfugt við suma sænska fjölmiðla. Aðspurður hvort Nilsson telji að sænskir fjölmiðlar hafi breyst eftir að Lars sendi þeim sneið segir hann að málið snúi meðal annars að því að ólíkir persónuleikar þrífist með ólíkum hætti í ólíku umhverfi. „En ég held að menn verði að hafa í huga árangur stýrir að stórum hluta [umfjöllun fjölmiða]. Gangi vel verður umfjöllunin oft jákvæðari og samskiptin betri. Gengur verr kemur gagnrýnin og það skapar núning í samskiptunum. En í heildina finnst mér við vera með sanngjarna fjölmiðla í Svíþjóð,“ segir Nilsson og bendir á að fjölmiðlar í mörgum öðrum löndum séu mun óvægari í umfjöllun sinni um fótbolta. Þá eigum við að vera þakklátir fyrir þann áhuga sem fjölmiðlar sýna knattspyrnunni.Svíar unnu frækinn sigur á Ítölum í umspilinu um laust sæti á HM fyrr í vetur.Vísir/AFPÍslendingar í Allsvenskan mikils metnirNilsson starfaði um árabil sem dómari í sænsku deildinni og komst þar í kynni við fjölmarga íslenska leikmenn. „Þetta voru skemmtilegir tímar og þeir Íslendingar sem spiluðu í deildinni voru margir mjög orkumiklir, ástríðufullir og einstaklega trúir liðum sínum og samherjum. Íslendingar sem spila í Svíþjóð hafa jafnan verið mjög mikils metnir.“ Nilson segir að sænska og íslenska knattspyrnusambandið hafi lengi unnið náið saman að ýmsum verkefnum. „Við hittumst reglulega, forsetar sambandanna, og ræðum málin. Svo fara auðvitað fram norræn ungmennamót. Þeir sem hafa með keppnismál að gera hittast. Þeir sem sinna dómaramálum hittast. Þeir sem hafa með lagahlið knattspyrnunnar að gera hittast. Ég mun sjálfur hitta minn góða vin, Guðna Bergsson [formann KSÍ], Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ] og allt gengið í byrjun maí. Þá mun ég einnig hitta Håkan Juholt [sendiherra Svíþjóðar á Íslandi] sem skipuleggur nú ýmis fótboltatengd verkefni og atburði í aðdraganda og þegar HM stendur yfir. Það er gaman og mikilvægt að ríkið komi þannig að knattspyrnunni,“ segir Nilsson.
Forseti Íslands Fótbolti á Norðurlöndum Viðtal Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira