Harðir bardagar geisa í Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 13:02 Tyrkneskir hermenn á leið til Afrin. Vísir/Getty Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin. Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Sjá meira
Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Sjá meira