Paul Bettany orðaður við hlutverk Filippusar prins í The Crown Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:45 Paul Bettany er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon og The Da Vinci Code. Vísir/Getty Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers. Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp