Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 20:44 Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó öll sameinast um verkefnið og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stuðningur við borgarlínu. Þverpólitísk sátt hefur verið um borgarlínuna sem er í þróun til að auðvelda samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins en Eyþór Arnalds, sem býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni, sagði í viðtali í fréttum okkar í gær að borgarlínan leysi ekki umferðarvanda Reykvíkinga heldur hjálpaði öðrum sveitarfélögum að tengjast borginni. Af hinum fjórum sem bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni eru tveir sammála Eyþóri. „Reykjavík er ekki með þessa legu að hún geti borið þessar borgarlínu. Hún mun kosta offjár fyrir skattgreiðendur. Þetta er ekki lausnin á umferðarvandanum,“ segir Viðar Guðjohnsen. „Ég vil efla almenningssamgöngur eins og þær eru núna með Strætó og alveg á móti því að fara að leggja upp undir hundrað milljarða króna í nýtt kerfi sem enginn veit hvað er,“ segir Kjartan Magnússon. Áslaug Friðriksdóttir hefur aftur á móti talað fyrir þróun borgarlínu og þátttöku Reykjavíkur í verkefninu.Áslaug Friðriksdóttir telur rétt að Sjálfstæðismenn eigi að vera jákvæðir í garð verkefnisins.„Já, ég held það sé sjálfsagt að skoða borgarlínuna. Við eigum að vera jákvæð gagnvart verkefninu. Þetta er auðvitað verkefni Sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin styður það. Þetta er til langs tíma. Þetta er til ársins 2040 og hún getur skipt því máli að við munum stytta tafatímann í umferðinni um tuttugu og fimm prósent.“ Vilhjálmur Bjarnason er óljósari í svörum sínum en bendir á að sjálfstæðismenn á suðvesturhorninu hafi sameinast um að bæta samgöngur. Hann segist vilja halda áfram að efla almenningssamgöngur á svæðinu. “Það getur vel verið að maður geti kallað þetta borgarlínu en hvað er borgarlína? Er borgarlína á sporvagni eða er hún í strætisvögnum? Það er sú spurning sem þarf að svara. Það þarf að halda áfram að þróa almenningssamgöngur,” segir Vilhjálmur þegar hann er inntur eftir því hvort hann sé fylgjandi þróun borgarlínunnar.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. 19. janúar 2018 19:39